Linda Ben

Fullkomnar vatnsdeigsbollur með mjúkum súkkulaðihjúp úr alvöru súkkulaði

Recipe by
1 klst og 10 mín
Prep: 45 mín | Cook: 20-25 mín | Servings: 18-20 bollur

Hefur þú einhverntíman reynt að baka vatnsdeigsbollur en endað með eitthvað sem líkist meira pönnukökum heldur en bollum? Ég hef gert það! Og ég ætla að kenna þér að gera bollurnar þannig að þú munt aldrei lenda í því.

 

_MG_4966

_MG_4967

_MG_4976

_MG_49n81

Trikkið er að sjóða smjörið og vatnið í pottinum í nokkrar mínútur og setja svo eggin út í deigið á meðan það er ennþá heitt.

Þessi vatnsdeigsbollu uppskrift gefur þér um það bil 18-20 stórar bollur. Mér finnst þægilegast að nota ísskeið til þess að setja deigið á ofnplötuna en þannig verða þær líka allar jafn stórar.

Ég hef tekið eftir því að mér finnst rjóminn frá Örnu lang bestur, bragðið af honum er örlítið léttara og sætara, því vel ég að nota hann. Ég er það mikill aðdáandi að ég er meira að segja hætt að drekka kaffi með mjólk og set bara rjóma, það er miklu betra.

_MG_5028

Ég fyllti bollurnar með kirsuberja rjóma og örlitlum marsípan, en ég er forfallinn marsípan aðdáandi. Ef þú ert ekki á því að marsípan sé það besta í heimi þá að sjálfsögðu sleppir þú honum.

_MG_4991

_MG_4996  _MG_5007

Fullkomnar vatnsdeigsbollur með alvöru mjúku súkkulaði:

  • 125 g smjör (líka hægt að nota smjörlíki)
  • 1 msk sykur
  • 275 ml vatn
  • 170 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 3-4 egg

Mjúkur súkkulaði hjúpur

  • 1 dl rjómi frá Örnu
  • 225 g súkkulaði

Fylling

  • 500 ml rjómi frá Örnu
  • Kirsuberja sósa
  • 100 g marsípan
  • 2 msk flórsykur

Bollur, aðferð:

  1. Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur.
  2. Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín. Slökktu svo undir pottinum.
  3. Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif. Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín.
  4. Settu fjögur egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið. Settu seinasta eggið í skál og hrærðu það saman, settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli. Settu eins mikið af egginu út í deigð og hægt er, en fylgstu vel með eftirfarandi merkjum. Áferðin á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum. Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt.
  5. Settu smjörpappír á ofnplötu og notaðu ísskeið eða 2 matskeiðar til að útbúa bollurnar. Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, um það bil 12 bollur á hverja plötu.
  6. Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar. Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

Súkkulaði hjúpur, aðferð:

  1. Settu rjóma í lítinn pott og hitaðu hann vel. Slökktu svo undir pottinum.
  2. Brjóttu súkkulaðið ofan í rjómann og hrærðu í því með skeið þangað til það er alveg bráðnað. Það getur tekið smá stund fyrir súkkulaðið að bráðna fullkomlega.
  3. Settu súkkulaðið í skál og leyfðu því að stirna svolítið á svölum stað, svo það leki ekki of mikið þegar það er sett á bollurnar.

Fylling, aðferð:

  1. Þeyttu rjómann og settu u.þ.b. 3 msk af rjóma í skál, rífðu marsípaninn ofan í og blandaðu saman við með sleikju. Bættu við flórsykri, kirsuberja sósu og rjóma þangað til þú eruð ánægð/ur með bragðið og þú ert komin með það magn sem þú þarft á bollurnar.
  2. Skerðu bollurnar í helminga og settu fyllinguna inn í bollurnar og settu súkkulaðihjúpinn á bollurnar. Láttu bollurnar standa á svölum stað í minnst 30-60 mín áður en þær eru borðaðar.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_5068

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færlsa er kostuð af Örnu

5 Reviews

  1. Eva

    Hæ! Er međ barn à brjòsti sem er međ mjòlkurofnæmi og èg mà þvì ekki neyta neinna mjòlkurafurđa. Helduru ađ smjörlìki myndi virka jafn vel ì stađ smjörsins?

    Međ fyrirfram þökk,
    Eva

  2. Linda

    Hæ Eva
    Ég hef ekki prófað það sjálf en ég hef lesið mig til um að það sé í lagi 🙂
    Bestu kveðjur
    Linda

  3. Eva

    Kærar þakkir fyrir svarið og uppskriftina.
    Ætla að prufa mig áfram 🙂

  4. Inga Jessen

    Ég bakaði 100 stk af bollunum, þær voru ljúffengar og ég fékk mikið hrós 🙂 þær voru léttar og ekki þurrar eins og þær geta orðið. Og ég bræddi suðusúkkulaði og hellti ofaná í stað glassúrsins.
    Þessar verða bakaðar aftur að ári!

    Star
  5. Linda

    Frábært að heyra! 🙂

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5