Linda Ben

Fullkomnir hafraklattar sem eru stökkir að utan en mjúkir og seigir að innan

Recipe by
Prep: 30 mín | Cook: 15 mín

Hvað er það sem gerir smákökur svona extra góðar? Að mínu mati er það þegar þær eru stökkar að utan, kantarnir jafnvel smá harðir en svo er kakan sjálf mjúk og seig að innan, jafnvel smá klessuleg. Ég get varla klárað setninguna án þess að slefa smá af tilhugsuninni um þannig kökur.

Þessar hafraklattar eru akkúrat þannig, stökkir en mjúkir, seigir og klessulegir að innan. Toppaðir með smá sjávarsalti munu þeir sprengja alla skala og hrífa hvern einasta aðila með sér.

Hafrasmákökur stökkar að utan en mjúkar að innan

Hafrasmákökur stökkar en mjúkar

Hafrasmákökur stökkar en mjúkar að innan

Fullkomnir hafraklattar sem eru stökkir að utan en mjúkir og seigir að innan

  • 240 g smjör
  • 200 g púðursykur
  • 100 g sykur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk kanill
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 250 g hafrar
  • 100 g rúsínur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á undir+yfir og 175°C.
  2. Skerið smjörið í bita og leyfið því að mykjast svolítið. Hrærið smjörið og blandið púðursykrinum og sykrinum saman við, hrærið þar til allt hefur blandast saman. Setjið eggin út í blönduna eitt í einu og þeytið á milli. Bætið vanilludropunum saman við.
  3. Í aðra skál blandið saman hveiti, kanil, lyftiduft, matarsóda og salti. Blandið því saman við sykur blönduna varlega. Bætið haframjölinu og rúsínunum saman við og blandið saman þar til allt hefur samlagast.
  4. Notið matskeið til þess að mæla fyrir einni köku, rúllið deiginu upp í lófunum og raðið á ofnplötu með góðu millibili (ég setti 12 kúlur á eina plötu) og bakið u.þ.b. 13-15 mín eða þar til kökurnar eru byrjaðar að brúnast í ofninum. Þegar kökurnar eru komnar úr ofninum setið þá örlítið sjávar salt yfir.

Hafrasmákökur stökkar að utan en mjúkar að innan

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

  1. Marselia

    Ótrúlega góðir!

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5