Linda Ben

Fylltar kjúklingabringur með hráskinku, mosarella og basil

Recipe by
40 mín
Prep: 10 mín | Cook: 30 mín | Servings: 4 manns

Þessi kjúklingabringu uppskrift er einföld og góð. Rétturinn er virkilega bragðmikill og bringurnar verða einstaklega safaríkar sem gerir það að verkum að sósan er algjörlega óþörf.

Ég mæli með því að bera bringurnar fram með fersku salati og bökuðum sætum kartöflum.

_MG_3700

_MG_3706

 

_MG_3736

_MG_3745

Fylltar kjúklingabringur með hráskinku, mosarella og basil

 • 4 stk kjúklingabringur
 • 8 sneiðar af hráskinku
 • 8 litlar mozarella kúlur
 • 1 stórt búnt ferskt basil
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið inn í þykkasta endann á kjúklingabringunni þannig að það myndist vasi inn í henni, reynið að gera vasann eins djúpann og hægt er án þess að gata hann (ekkert stórmál samt ef það kemur gat á hinn endann, í mesta lagi lekur smá ostur út)
 2. Troðið inn í vasann ½ sneið af hráskinku, 2 mosarella kúlum og nokkrum basil laufum.
 3. Vefjið 1 ½ hráskinku utan um kjúklingabringuna, mér fannst best að vefja heilu sneiðinni yfir þykka hluta bringunnar og hálfu utan um þunna hlutann.
 4. Piprið bringurnar vel og saltið örlítið en ekki mikið þar sem skinkan er nú þegar mjög sölt.
 5. Stillið ofninn á 200°C.
 6. Steikið bringurnar á pönnu þangað til þær eru lokaðar allan hringinn, setjið þær svo í eldfast mót og inn ofn, haldið áfram að baka þær í 20 mín. Berið fram til dæmis með fersku salati og sætum kartölflum, notið soðið sem kemur af eldfasta mótinu sem sósu, það er æði.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5