Linda Ben

Galliano Hot Shot drykkur

 

Það kannast margir við Galliano Hot Shot og upplifa jafnvel smá nostalgía við tilhugsunina. Ég hafði hins vegar aldrei smakkað þennan drykk eða réttara sagt skot og varð rosalega hrifin þegar ég smakkaði. Ég mæli virkilega vel með því að prófa þetta ef þið hafið ekki nú þegar gert það!

_MG_1537

Galliano Hot Shot Drykkur:

  • 15 ml Galliano Vanilla
  • 15 ml heitt espresso skot
  • 15 ml þeyttur rjómi

Aðferð:

  • Hellið fyrst líkjörnum í glasið.
  • Notið svo teskeið til að hella kaffinu út í drykkinn og toppið með þeyttum rjóma

_MG_1531

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_1533

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5