Linda Ben

Gamaldags epla galette baka

Recipe by
5 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Innnes | Servings: 8 manns

Gamaldags epla galette baka með vanillu ís er alveg unaðslega góð baka sem þú átt öruggelga eftir að elska. Saman hvert tilefnið er, þá á þessi baka alltaf við. Hún er  til dæmis mjög hentug sem eftirréttur eftir góða máltíð, í brunchinn, sunnudagskaffiboðið eða í vinkonuhittinginn.

Maður byrjar á því að útbúa bökudeigið en það er best að gera það með smá fyrirvara svo deigið hafi tíma til að taka sig í kæli. Bökudeigið verður nefninlega best ef það nær nokkrum klukkutttímum í kæli. Það er því upplagt að gera degið til dæmis kvöldið áður, en það er líka sniðugt að gera það með bara löngum fyrirvara því deigið geymist mjög vel í frysti.

Ég mæli svo mikið með því að nota alltaf lífræn epli, hvort sem það er í bakstur eða annað. Epli er einn af þessum ávöxtum sem draga mikið af eituefnum og skordýraeitrum í sig og er á “dirty dozen” listanum, en það er listi yfir mest “eitruðu” ávextina og grænmetið og ætti maður alltaf að kaupa þær vörur lífrænar sem finnast á þeim lista.

Ég kaupi lífrænu Val Venosta eplin sem fást t.d. í Hagkaup, Bónus og Fjarðarkaup. Eplin eru ræktuð í háum hlíðum á Ítalíu þar sem flest allir dagar eru sólríkir og fullkomin veðursæld ríkir. Þær aðstæður skila sér í einstaklega bragðgóðum, safaríkum og ljúffengum eplum.

Rustic epla galette baka

Rustic epla galette baka

Rustic epla galette baka

Rustic epla galette baka

Gamaldags epla galette baka

Bakan:

  • 200 g hveiti
  • 1 msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 150 g smjör
  • 4 msk kalt vatn

Aðferð:

  1. Setjið smjörið í frysti í 10 mín, rífið það svo niður í skál með rifjárni, setjið aftur í frysti í 10 mín.
  2. Setjið hveiti í skál ásamt saltii og hrærið saman.
  3. Setjið rifna smjörið út í hveitið og hnoðið saman við, bætið við vatninu 1 msk í einu, hnoðið saman þar til deiggið hefur samlagast í eina kúlu. Setjið deigið í plastfilmu, gott er að gera kúlu og fletja hana smá út. Geymið eigið í ísskáp í u.þ.b. 4 klst eða yfir nótt.
  4. Takið deigið úr kælinum og fletjið það út á smjörpappír þar til það nær u.þ.b. 30 cm í þvermál.

Eplafylling:

  • 3 rauð lífræn epli frrá Val Venosta
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 50 g púðursykur
  • 1 tsk kanill
  • 30 g brætt smjör
  • 1 egg
  • 1 msk sykur
  • Vanillu ís (má sleppa, en rosalega gott með)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C undir og yfir hita.
  2. Skerið eplin niður í sneiðar og kreistið sítrónusafa yfir þau. Raðið niðursneiddu eplunum á mitt bökdeigið.
  3. Hrærið saman púðursykri, kanil og bræddu smjöri, penslið blöndunni yfir eplin og reynið að setja svolítið inn á milli eplasneiðanna.
  4. Brjótið endana af bökudeiginu upp á eplin þannig að endanir nái u.þ.b. 5 cm upp á eplin. Penslið endana með hrærðu eggi og stráið smá sykur yfir endana.
  5. Bakið bökuna inn í ofni í u.þ.b. 50-60 mín eða þar til endarnir eru byrjaðir að brúnast.
  6. Berið bökuna fram volga með vanillu ís.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rustic epla galette baka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5