Linda Ben

Gömlu góðu jógúrt möffins kökurnar

Recipe by
35 mín
| Servings: Unnið í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Þessar kökur ættum við öll að þekkja. Ég ólst upp við það að elska þessar kökur, bakaði þær ótal sinnum sem krakki og lagði eldhúsið hennar mömmu í rúst í leiðinni eins og mamma mun seint gleyma ????

Núna allof mörgum árum seinna elska ég ennþá þessar kökur og þykir ennþá vænna um að kynna stráknum mínum fyrir þeim. Hann alveg elskar þær og mun eflaust baka þær sjálfur einn daginn þegar hann verður örlítið eldri með tilheyrandi eldhús rústi.

Uppskriftin sem ég notaði fann ég í uppskriftarbókinni hennar mömmu sem er eldri en ég. Sú uppskrift notar bollamál sem mælieiningu en þá var nú bara góður kaffibolli úr eldhúsinu notaður. Ég gerði því nokkrar tilraunir á uppskriftinni til að koma henni yfir á dl mælieininguna sem við flest notum í dag. Ég notaði svo grísku jógúrtina frá Örnu með kaffi og súkkulaðibragðinu og þær komu alveg virkilega vel út!

gömlu góðu jógúrt möffins kökurnar

gömlu góðu jógúrt möffins kökurnar

gömlu góðu jógúrt möffins kökurnar

Gömlu góðu jógúrt möffins kökurnar

 • 4 ½ dl sykur
 • 3 stk egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 6 dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 230 g brætt smjör/smjörlíki
 • 200 g grísk jógúrt með súkkulaði og kaffi frá Örnu mjólkurvörum
 • 100 g súkkulaði spænir, dökkur

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180ºC
 2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.
 3. Hrærið saman sykur og egg þar til létt og ljóst. Bætið vanilludropunum út í og blandið saman.
 4. Bætið því næst út hveiti, lyftidufti og salti, blandið því saman við ásamt smjörinu/smjörlíkinu og gríska jógúrtinu.
 5. Blandið súkkulaðispæninum varlega saman við með sleikju.
 6. Raðið muffins pappírsformum i muffins álbakka (mikilvægt svo kökurnar missi ekki lögun í ofninum og bakist allar jafnt), fyllið hvert pappírsform upp 2/3, bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

gömlu góðu jógúrt möffins kökurnar

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

One Review

 1. Ragnhildur Hannesdóttir

  Sæl,
  bakaði þær um síðustu helgi þar sem barnabörnin komu í gistingu til okkar. Þeim fannst þetta æði og okkur öllum.
  Þetta er samt líkt og skúffukaka sem ég hef bakað, þar hef ég bara kaffijógurt og svo auðvitað súkkulaðispæninn, annars er þessi uppskrift nánast eins. Enn hún bragðast öðruvísi í svona formum. Sem sagt, ALGJÖRT ÆÐI.

  Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5