Linda Ben

Gómsæt graskerssúpa

Recipe by
45 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Gómsæt graskerssúpa sem enginn súpu aðdáandi má láta framhjá sér fara.

Þessi súpa er alveg einstaklega bragðgóð, matarmikil og seðjandi. Það er svo fullkomið að bera hana fram með ristuðu súrdeigsbrauði með smjöri. Svona ekta haustlegur kvöldmatur.

Graskerið er bakað fyrst inn í ofni áður en það er sett ofan í súpuna sem gefur því alveg rosalega gott bragð. Paprikan og eplið gera súpuna líka örlítið sæta á bragðið, krakkarnir mínir alveg elskuðu þessa súpu og borðuðu á sig gat.

Áferðin á súpunni er einstaklega mjúk og “creamy”.

Gómsæt graskerssúpa

Gómsæt graskerssúpa

Gómsæt graskerssúpa

Gómsæt graskerssúpa

Gómsæt graskerssúpa

 • 1 meðal stórt Butternut squash grasker
 • 3 msk olífu olía
 • 1 tsk salt
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 rauð paprika
 • 1 epli
 • Salt og pipar
 • 2 kjúklingateningar
 • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
 • 250 ml vatn (meira ef vantar)
 • Fersk steinselja (má sleppa)

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 2. Flysjið graskerið, fræhreinsið og skerið í bita. Raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu, hellið ólífu olíu yfir og sáldrið saltinu yfir. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til það er orðið mjúkt í gegn.
 3. Á meðan graskerið er að bakast, skerið þá laukinn niður og steikið upp úr 1 msk af olífu olíu í súpupotti. Þegar laukurinn er orðinn glær, pressið þá hvítlaukinn út í, steikið létt. Skerið paprikuna niður og bætið ofan í pottinn, steikið. Skerið kjarnhreinsið eplið, skerið það niður og bætið út í pottinn.
 4. Hellið rjómanum út á og bætið kjúklingakraftinum út í, leyfið aðeins að malla.
 5. Þegar graskerið er tilbúið, bætið því þá út í pottinn og maukið allt í pottinum með töfrasprota. Bætið vatninu út í (setji meira ef ykkur finnst súpan ennþá of þykk), smakkið til með salti og pipar.
 6. Berið fram með ferskri steinselju.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Gómsæt graskerssúpa

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5