Linda Ben

Gómsætt lambagúllas

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 3-4 manns

Lambagúllas er alveg dásamlega góður réttur sem auðvelt er að gera. Best er að byrja elda snemma og leyfa réttinum rétt að malla lengi þegar það hentar.

Gómsæt gúllassúpa

Gómsæt gúllassúpa

Gómsæt gúllassúpa

Gómsæt gúllassúpa

Gómsætt lambagúllas

  • U.þ.b. 650 g lambagúllas
  • Klípa af smjöri
  • 1 laukur
  • 3-4 gulrætur
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 150 g sveppir
  • 1 msk parikukrydd
  • 1/2 msk oreganó
  • 1/2 tsk timjan
  • 2 stilkar ferskt rósmarín
  • Salt og pipar
  • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 dl rauðvín (má sleppa)
  • Baunasprettur

Aðferð:

  1. Skerið niður lauk, gulrætur, hvítlauk, sveppi og rósmarín niður.
  2. Setjið klípu af smjöri á pönnu og stekið lambagúllasið ásamt paprikukryddi, salti og pipar. Bætið grænmetinu og rósmarín á pönnuna og steikið þar til það er orðið mjúkt.
  3. Bætið oreganó, timjan, rjóma og rauðvíni út á pönnuna og leyfið öllu að malla rólega í u.þ.b. 20-30 mín. Smakkið til með meira af kryddunum.
  4. Berið fram með sprettum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5