Linda Ben

Gómsætt ostasalat

Hér er að finna klassíska og góða ostasalatið sem margir þekkja með örlitlu öðru sniði. Salatið er fullkomið hvort sem það er á kexið eða ofan á nýbakað brauð. Algjört sælgæti svo ekki sé meira sagt!

Gómsætt ostasalat

Gómsætt ostasalat

  • 1 stk hvítlauks kryddostur
  • 1 stk beikon og paprika kryddostur
  • 4-6 litlir vorlaukar
  • 1 rauð paprika
  • Stór klasi af rauðum vínberjum
  • 2 dl bláber
  • 3-4 msk majónes
  • Pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið ostana, vorlaukinn og paprikuna smátt niður og vínberin í tvennt, blandið saman í skál ásamt bláberjum.
  2. Setjið majónesið út í og kryddið með smá pipar.

Gómsætt ostasalat

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5