Linda Ben

Grænkálssalat – hátíðlegt meðlæti

Recipe by
10 mín

Gott meðlæti er oft það mikilvægasta í mínum huga þegar ég er elda góðan mat. Þó svo að steikin sé auðvitað líka mikilvæg, þá gerir meðlætið matinn oft meira áhugaverðan.

Þetta grænkálssalat err svo ótrúlega gott, ég er alveg viss um að þú eigir eftir að elska það!

Það er einfalt að útbúa, svakalega djúsí og algjör bragðsprengja fyrir bragðlaukana.

Grænkálssalat passar sérstaklega vel með til dæmis kalkún, nautakjöti og lambakjöti.

Grænkálssalat - hátíðlegt meðlæti

Grænkálssalat - hátíðlegt meðlæti

Grænkálssalat - hátíðlegt meðlæti

Grænkálssalat – hátíðlegt meðlæti

  • 60 g grænkál frá Vaxa
  • 2/3 dl mæjónes
  • 2 tsk hunangs sinnep
  • Safi úr 1/2 lime
  • Salt og pipar
  • 4 ferskar döðlur
  • Granateplakjarnar úr 1/2 granatepli
  • 30 g pekanhnetur

Aðferð:

  1. Setjið mæjónes, hunangssinnep, lime safa, salt og pipar í skál og hrærið saman.
  2. Í stóra skál setjiði grænkál, smátt skornar og steinhreinsaðar döðlur og granateplakjarna (skiljið nokkra eftir til að skreyta með á eftir), blandið öllu saman. Bætið sósunni út á og blandið saman.
  3. Setjið á fallegan disk og setjið pekanhneturnar yfir ásamt restinni af granateplakjörnunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5