Linda Ben

Grænmetis “gúllas” með kartöflumús

Grænmetis “gúllas” með kartöflumús.

Einfaldur og bragðgóður grænmetisréttur sem er einnig vegan og minnir mikið á gúllas nema án kjötsins og með meira grænmeti í staðinn.

Grænmetið er skorið niður og steikt á pönnu með nóg af hvítlauk og hökkuðum tómötum. Að mínu mati er gúllas ekki gúllas nema með örlitlu rauðvíni í sósunni en það gefur svo gott bragð.

Það er svo hægt að bera gúllasið með hrísgrjónum, pasta en kartöflumús er í uppáhaldi hjá mér, ég mæli til dæmis með þessari uppskrift.

Grænmetis "gúllas" með kartöflumús

Grænmetis “gúllas” með kartöflumús

  • 2 msk ólífu olía
  • 1 laukur
  • 250 g sveppir
  • 2-3 gulrætur
  • 1 rauð paprika
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1-2 dl rauðvín
  • 2 dl vatn
  • Grænmetiskraftur
  • ¼ tsk timjan
  • ¼ tsk oreganó
  • ½ papriku krydd
  • Salt & pipar

Aðferð:

  1. Skerið laukinn niður smátt, setjið ólífu olíu á pönnu og steikið laukinn.
  2. Skerið sveppina og gulræturnar í sneiðar og bætið út á pönnuna og steikið.
  3. Skerið paprikuna niður smátt og bætið henni pá pönnuna.
  4. Rífið hvítlaukgeirana út á pönnuna og steikið mjög létt, bætið hökkuðu tómötunum út á.
  5. Hellið rauðvíninu út á ásamt vatni og grænmetiskrafti, timjan, oreganó, papriku kryddi og salt&pipar. Leyfið öllu að malla á pönnunni við væga suðu í 10-15 mín með lokið á pönnunni, hrærið í reglulega.
  6. Berið fram með kartöflumús.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5