Linda Ben

Grænmetis núðluréttur með rauðu karrímauki

Recipe by
20 mín
| Servings: 4 manns

Grænmetis núðluréttur með rauðu karrí mauki er ótrúlega góður og mjög fljótlegur réttur.

Þessi réttur er alveg óvart vegan, ég hreinlega áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að ég hafði ekki notað neinar dýraafurðir í hann, sem er mjög jákvætt.

Ég hef verið að vinna með meira grænmetisfæði hér heima og líkað ótrúlega vel við það, ég tel að við mörg höfum gott að því að minnka kjötneyslu og borða meira grænmeti. Ég elska grænmetisrétti og að matbúa þá.

Grænmetis rúðluréttur með rauðu karrí mauki

Grænmetis rúðluréttur með rauðu karrí mauki

Grænmetis rúðluréttur með rauðu karrí mauki

Grænmetis rúðluréttur með rauðu karrí mauki

Grænmetis rúðluréttur með rauðu karrí mauki

Grænmetis núðluréttur með rauðu karrí mauki

 • 125 g eggjanúðlur
 • 2 msk ólífu olía
 • 1 laukur
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • 250 g sveppir
 • 1 rauð paprika
 • ½ zucchini
 • 2 gulrætur
 • 2 tsk maukað engifer
 • 2 msk rautt karrý mauk
 • 1 msk soja sósa
 • ½ tsk salt
 • ½-1 stk grænmetiskraftur
 • 2 dósir (800 ml) kókosmjólk
 • 1-2 tsk sesam fræ (má sleppa)
 • Þurrkað chillí krydd (má sleppa)

Aðferð:

 1. Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr ólífu olíu. Skerið sveppina, gulræturnar, zucchini og papriku og steikið á pönnunni.
 2. Rífið engiferið og hvítlaukinn niður og bætið út á pönnuna. Bætið rauða karríinu út á ásamt kókosmjólkinni, soja sósu, grænmetiskrafti og salti. Látið suðuna koma upp og smakkið til.
 3. Setjið núðlurnar út í og setjið lokið á pottinn, sjóðið varlega saman þar til núðlurnar eru tilbúnar.
 4. Berið fram með sesam fræjum og þurrkuðum chillí flögum ef þið viljið..

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Grænmetis rúðluréttur með rauðu karrí mauki

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5