Linda Ben

Grænmetisbaka með piparostarjómasósu

Recipe by
50 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 4 manns

Grænmetisbaka með piparostarjómasósu.

Þetta er frábær uppskrift af ljúffengri grænmetisböku, fyllingin er vel krydduð og örlítið sterk, en því er hægt að breyta að sjálfsögðu ef það er ekki áhugi fyrir sterkum mat.

Hægt er að leika sér svolítið með hvaða grænmeti er notað í bökuna, það er um að gera að nota það sem maður á til heima.

Piparostarjómasósan er lykilatriði í þessari uppskrift en hún gerir þessa böku einstaklega safaríka og gómsæta.

grænmetisbaka með piparostarjómasósu

grænmetisbaka með piparostarjómasósu

grænmetisbaka með piparostarjómasósu

Grænmetisbaka með piparostarjómasósu

 • Frostið smjördeig
 • 1 msk olía
 • 1 rauðlaukur
 • U.þ.b. 250 g sveppir
 • U.þ.b. 500 g grasker (butternut)
 • U.þ.b. 200 g gulrætur
 • U.þ.b. 200 g brokkolí
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 1 dl linsubaunir
 • 1 dl vatn
 • 1 egg

Piparostarjómasósa

 • Salt og pipar
 • 250 ml rjómi
 • 150 g piparostur
 • 1 kjúklingateningur
 • 1 tsk paprikukrydd
 • ½ tsk chillikrydd
 • ½ tsk cayenne krydd
 • ½ tsk rósmarín krydd
 • 1 tsk oreganó
 • Salt

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
 2. Takið smjördeigið úr frysti, takið það í sundur og leyfið því að afþyðna.
 3. Skerið grænmetið niður og steikið það á pönnu upp úr ólífuolíu, setjið 1 dl vatn á pönnuna og leyfið grænmetinu að eldast með lokið á pottinum en hrærið reglulega í.
 4. Á meðan grænmetið er að eldast þá er sósan útbúin með því að setja rjóma í pott og rífa piparostinn út í rjómann, bræðið ostinn á vægum hita og bætið kryddunum út í, hrærið öllu saman.
 5. Setjið grænmetið í eldfastmót (u.þ.b. 20×25 cm eða sambærilega stórt)
 6. Fletjið smjördeigið örlítið út svo það nái yfir brúnar mótsins (ég notaði 3 plötur af smjördeigi), leggið það yfir mótið þannig það loki alveg á grænmetið, klípið það til á endunum eða skerið.
 7. Hrærið eggið saman og penslið því yfir deigið.
 8. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til smjördeigið hefur fengið gullinbrúnan lit.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

grænmetisbaka með piparostarjómasósu

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5