Linda Ben

Granóla smákökur með sjávarsalti

Recipe by
45 mín
Prep: 25 mín | Cook: 20 mín | Servings: 24 stk

 

Granóla smákökur

Granóla smákökur

Granóla smákökur

Granóla smákökur

Ég gerði þessar smákökur um daginn en þær voru alltof góðar til að deila ekki uppskriftinni með ykkur!

Granóla smákökur

  • 225 g smjör við stofuhita
  • 1 ½ dl púðursykur
  • ½ dl sykur
  • 2 stór egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 ½ dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • 5 dl granóla með heslihnetum og döðlum
  • 1 dl súkkulaðibitar
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
  2. Þeytið smjörið og sykurinn saman þangað til blandan verður létt og ljós.
  3. Bætið þá eggjunum saman við, eitt í einu.
  4. Bætið því næst vanilludropunum saman við og hrærið.
  5. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, blandið rétt svo saman við eggjablönduna, ekki hræra of mikið.
  6. Bætið því næst granólanu út í ásamt súkkulaðinu og blandið saman.
  7. Útbúið kökur úr deiginu, 1 msk deig = ein kaka og bakið í 7-10 mín. Setjið örlítið sjávarsalt á hverja köku á meðan þær eru ennþá heitar.

Granóla smákökur

 

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5