Granóla smákökur með sjávarsalti

Recipe by
45 mín
Prep: 25 mín | Cook: 20 mín | Servings: 24 stk

Það er enginn vafi á að Paulúns múslíið er mitt allra uppáhalds! Það er mjög skemmtilegt að segja frá því en ég sýndi mynd af uppáhalds morgunmatnum mínum í story á Instagram um daginn þar sem ég sýndi Paulúns múslíið meðal annars og ég fékk svo mikið að skilaboðum til baka þar sem fólk sagði að þetta væri nákvæmlega þessi samsetning væri einmitt í uppáhalddi hjá þeim líka. Svo ég er klárlega ekki ein um það að elska Paulúns!

Ég flakka á milli að fá mér múslíið með heslihnetunum og döðlum og múslísins með hindberjunum því finnst mér afar gott þegar ég á báðar týpurnar til.

Granóla smákökur

Granóla smákökur

Granóla smákökur

Granóla smákökur

Granóla smákökur

 

Paulúns múslíið er ekki bara gott í morgunmat heldur er líka mjög gott að baka úr því. Ég gerði þessar smákökur um daginn en þær voru alltof góðar til að deila ekki uppskriftinni með ykkur!

Granóla smákökur

 • 225 g smjör við stofuhita
 • 1 ½ dl púðursykur
 • ½ dl sykur
 • 2 stór egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 ½ dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 5 dl Paulúns granóla með heslihnetum og döðlum
 • 1 dl súkkulaðibitar
 • Sjávarsalt

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
 2. Þeytið smjörið og sykurinn saman þangað til blandan verður létt og ljós.
 3. Bætið þá eggjunum saman við, eitt í einu.
 4. Bætið því næst vanilludropunum saman við og hrærið.
 5. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, blandið rétt svo saman við eggjablönduna, ekki hræra of mikið.
 6. Bætið því næst granólanu út í ásamt súkkulaðinu og blandið saman.
 7. Útbúið kökur úr deiginu, 1 msk deig = ein kaka og bakið í 7-10 mín. Setjið örlítið sjávarsalt á hverja köku á meðan þær eru ennþá heitar.

Granóla smákökur

Þessi færsla er kostuð.

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5