Linda Ben

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum

Recipe by
15 mín

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum er fullkomið meðlæti með grillkjötinu. Einnig er vel hægt að fá sér þennan rétt í forrétt.

Það er afar einfalt að grilla eggaldin og ótrúlega bragðgott, hægt væri að bera það fram með einungis feta osti en með því að stíga auka skrefið og bæta bökuðu tómötunum og ólífunum út á líka er maður kominn með glæsilegt meðlæti.

Ég nota alltaf feta ostinn frá Örnu því mér finnst hann lang bestur! Hann er skorinn örlítið minni en almennt gengur og gerist sem ég fýla útrúlega vel.

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum:

 • 1 eggaldin skorið í sneiðar
 • u.þ.b. 3 msk ólífu olía
 • salt og pipar eftir smekk
 • Þurrkað basil krydd
 • Þurrkað oregano krydd
 • u.þ.b. 5-6 kirsuberja tómatar
 • u.þ.b. 10 grænar ólífur
 • u.þ.b. 2 msk fetaostur

Aðferð:

 1. Skerið eggaldinið niður í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar
 2. Penslið það með olíu og kryddið.
 3. Skerið tómatana í helminga og raðið á grillbakka ásamt ólífunum, dreifið svolítið af olíu yfir og kryddið.
 4. Grillið eggaldinið í 3-4 mín á hvorri hlið og setjið tómatbakkann líka á grillið, hrærið reglulega í tómötunum.
 5. Raðið saman á disk og setjið feta ost yfir.

Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5