Linda Ben

Grillað nautakjöts salat með asísku ívafi

Recipe by
30 mín
| Servings: 2-3 manns

Nautakjöts salat með asísku ívafi

Maðurinn minn gaf mér svo skemmtilega matreiðslubók í jólagjöf. Bókin heitir Rosa’s Thai Cafe, the cookbook en í henni er að finna allskonar girnilegar asískar uppskriftir. Ég ákvað að prófa um daginn nautakjöts salat uppskriftina en hún er ein af mörgum uppskriftunum sem ég verð að prófa í þessari bók.

Salatið var æðislega gott, ferskt og létt en samt svo mettandi og bragðgott.

Nautakjöts salat með asísku ívafi

Salat innihald:

 • 500 g Nautalundir eða annað nautakjöt
 • 1 laukur
 • 1/2 gúrka
 • 12 kiruberja tómatar
 • 200 g salat

Aðferð:

 1. Hitið vel grillpönnu og dreyfið svolítið olíu yfir pönnuna.
 2. Þurrkið allan vökva af kjötinu og skerið það í 2,5 cm þykkar sneiðar.
 3. Steikið á miðlungs háum hita í um það bil 2 mín á hvorri hlið eða þangað til það er eldað að þínum smekk.
 4. Skerið í þunnar sneiðar.
 5. Útbúið dressingu, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.
 6. Dreyfið salatinu á stórann disk.
 7. Skerið gúrku í þunnar sneiðar og dreyfið yfir salatið ásamt tómötunum.
 8. Hellið dressingunni yfir salatið, sjá neðar.

Nautakjöts salat með asísku ívafi

Dressing innihald:

 • 10 litlir hvítlauksgeirar
 • 1 lítill rauður chilli
 • 3 mak nam plan (asísk fiskisósa)
 • 3 msk lime safi
 • 2 msk chilli sósa
 • 1 msk sykur

Aðferð:

 1. Maukuð hvítlauk og chilli í matvinnsluvél eða Nutribullet glasi.
 2. Setjið maukið í skál og bætið öllum hinum innihaldsefnunum og hrærið vel saman.

Nautakjöts salat með asísku ívafi

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5