Linda Ben

Grillað smore’s nachos

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Útilegueftirréttur er eitthvað sem er alltaf gaman að gera. Það er klassískt að grilla banana og setja í þá allskonar gott súkkulaði, en það hafa kannski færri prófað að skera þá niður og setja í grillbakka með sykurpúðum og súkkulaði.

Þetta smore’s nachos er einmitt þannig og það er óhemju gott!

Maður byrjar á því að skera bananana niður og raða í bakkann. Einhverjum gæti þótt það freistandi að sleppa bönunum og fara beint í að raða namminu á bakkann, en ég mæli sterklega gegn því þar sem þeir eiginlega gera réttinn. Það er bara eitthvað við grillaða banana með súkkulaði.

Ofan á bananana raðar maður sykurpúðum og súkkulaði sem maður grillar þar til bæði hefur bráðnað.

Ef þér finnst verra að grilla réttinn eða ert ekki með grill þá er í góðu lagi að smella réttinum inn í ofn. Allt eins og þér hentar best.

Ég mæli mikið með því að nota rjómasúkkulaðið með trompbitunum þar sem lakkrísinn í súkkulaðinu gerir svo mikið, súkkulaðiperlurnar koma líka með svo skemmtilegt kröns á sama tíma og þær gera réttinn svo fallegan.

Grillað smores nachos

Grillað smores nachos

Grillað smores nachos

Grillað smores nachos

  • 2 bananar
  • 1 poki sykurpúðar (hægt að blanda saman 1/2 poka af stórum sykurpúðum og 1/2 af litlum)
  • 300 g Síríus rjómasúkkulaði með trompbitum
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur
  • Hafrakex

Aðferð:

  1. Í grillbakka skeriði bananana niður og dreifið þeim í botninn á grillbakkanum.
  2. Setjiði sykurpúðana yfir bananana.
  3. Brjótið súkkulaðið niður og dreifið því á bakkann.
  4. Dreifið súkkulaðiperlunum yfir.
  5. Setjið bakkann á grillið og grillið þar til súkkupúðarnir eru orðnir mjúkir og súkkulaðið bráðnað, mér fannst best að stilla á meðal lágan hita og loka grillinu. Ef þið viljið er einnig hægt að baka réttinn inn í ofni en þá stillir maður ofninn á 170°C, undir og yfir hita og bakar þar til sykurpúðarnir brúnast örlítið.
  6. Berið fram með hafrakexi sem þið notið eins og snakkflögur í nachos. Það er líka hægt að nota skeið til að setja ofan á kexkökurnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Grillað smores nachos

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5