Linda Ben

Grillaðar kjúklingabringur með bræddum mosarella, tómat, basil og hvítlaukssósu

Recipe by
20 mín
Prep: 10 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 manns

Þessi uppskrift af grilluðum kjúklingabringum er mjög einföld og fljótleg. Bringurnar verða ótrúlega fallegar og gaman að bera fram.

Þið þurfið aðeins 6 innihaldsefni til þess að töfra fram þessar kjúklingabringur og þegar ég segi að það tekur 20 mín að elda þá er það mjög gróflega áætlað.

_MG_9532 copy

Sætu kartöflurnar útbúið þið með því að skera niður 2-3 meðalstórar sætar kartöflur í teninga, setja í eldfast mót og setja ½ krukku af feta osti með, hæra saman og baka inn í ofni við 200ºC í 30 mín.

_MG_9535 copy

Grillaðar kjúklingabringur með bræddum mosarella, tómat og basil

  • 4 kjúklingabringur
  • Kjúklingakrydd að eigin vali
  • Mosarella rúlla
  • 2 tómatar
  • Stórt basil búnt

Aðferð:

  1. (Val) Útbúið kartöflur, sjá leiðbeiningar hér fyrir ofan
  2. Kveikið á grillinu, stillið á meðal hita.
  3. Kryddið kjúklingabringurnar vel með kjúklingakryddi.
  4. Leggið bringurnar á grillið og grillið í um það bil 5 mín á hvorri hlið.
  5. Á meðan bringurnar eru á grillinu, skerið mosarella ostinn í 1 cm þykkar sneiðar og tómatana líka.
  6. Þegar bringurnar eru að verða tilbúnar, leggið ostinn ofan á bringurnar og tómatana ofan á ostinn. Lokið grillinu og látið ostinn bráðna. Takið bringurnar af grillinu þegar þær eru tilbúnar.
  7. Saxið basil gróft niður og setjið vel yfir hverja bringu.
  8. Setjið hvítlaukssósuna í fallega skál og berið fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Fylgistu með á Instagram!

_MG_9528 copy

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við E.Finnsson.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5