Grillaðar kjúklingabringur með bræddum mosarella, tómat, basil og hvítlaukssósu

Recipe by
20 mín
Prep: 10 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 manns

Þessi uppskrift af grilluðum kjúklingabringum er mjög einföld og fljótleg. Bringurnar verða ótrúlega fallegar og gaman að bera fram.

Þið þurfið aðeins 6 innihaldsefni til þess að töfra fram þessar kjúklingabringur og þegar ég segi að það tekur 20 mín að elda þá er það mjög gróflega áætlað.

_MG_9532 copy

_MG_9536 copy

Með þessum kjúklingabringum hentar vel að hafa bragðgott, þægilegt og fljótlegt meðlæti. Ég mæli með að bera kjúklingabringurnar með ofnbökuðum sætum kartöflum með feta osti og hvítlaukssósu frá E.Finnsson en hún er að mínu mati lang best af þeim tilbúnu grillsósum sem ég hef smakkað. Hvítlaukurinn í sósunni skín vel í gegn sem passar fullkomlega vel með mosarella ostinum, tómatnum og basilikunni. Sósan lyftir því réttinum upp á hærra plan án þess að flækja hann neitt. Hvítlauks sósan frá E.Finnsson er því órjúfanlegur partur af þessum einfalda og bragðgóða rétti.

Sætu kartöflurnar útbúið þið með því að skera niður 2-3 meðalstórar sætar kartöflur í teninga, setja í eldfast mót og setja ½ krukku af feta osti með, hæra saman og baka inn í ofni við 200ºC í 30 mín.

_MG_9535 copy

Grillaðar kjúklingabringur með bræddum mosarella, tómat og basil

 • 4 kjúklingabringur
 • Kjúklingakrydd að eigin vali
 • Mosarella rúlla
 • 2 tómatar
 • Stórt basil búnt
 • Hvítlaukssósa frá E. Finnsson

Aðferð:

 1. (Val) Útbúið kartöflur, sjá leiðbeiningar hér fyrir ofan
 2. Kveikið á grillinu, stillið á meðal hita.
 3. Kryddið kjúklingabringurnar vel með kjúklingakryddi.
 4. Leggið bringurnar á grillið og grillið í um það bil 5 mín á hvorri hlið.
 5. Á meðan bringurnar eru á grillinu, skerið mosarella ostinn í 1 cm þykkar sneiðar og tómatana líka.
 6. Þegar bringurnar eru að verða tilbúnar, leggið ostinn ofan á bringurnar og tómatana ofan á ostinn. Lokið grillinu og látið ostinn bráðna. Takið bringurnar af grillinu þegar þær eru tilbúnar.
 7. Saxið basil gróft niður og setjið vel yfir hverja bringu.
 8. Setjið hvítlaukssósuna í fallega skál og berið fram.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Fylgistu með á Instagram!

_MG_9528 copy

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er unnin í samstarfi við E.Finnsson.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5