Linda Ben

Grillaðar lambakótilettur í ítalslskri marineringu með kaldri mangó og hvítlaukssósu og fjölbreyttu meðlæti

Recipe by
1 1/2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS

Grillaðar lambakótilettur í ítalslskri marineringu með kaldri mangó og hvítlaukssósu, karftöflubátum og fjölbreyttu meðlæti.

Við vorum með æðislega sumar grillveislu í gær þar sem við ákváðum að grilla lambakótilettur í ítalskri marineringu. Bitarnir eru afar veglegir, þykkir og góðir. Marineringin virkilega bragðmikil og góð, sló algjörlega í gegn hjá okkur og fékk mikið lof.

Við bárum kjötið fram með fjölbreyttu meðlæti og æðislegri kaldri mangó og hvítlaukssósu. Allt saman alveg svakalega gott og finnur þú uppskriftirnar af þessu öllu hér fyrir neðan.

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

Grillaðar lambakótilettur í ítalslskri marineringu með kaldri mangó og hvítlaukssósu, karftöflubátum og fjölbreyttu meðlæti

  • Þykkar lambakótilettur í ítalskri marineringu frá SS
  • Kartöflubátar með sítrónu og rósmarín
  • Köld mangó og hvítlaukssósa
  • Grillað eggaldin
  • Grillaðir fylltir sveppir
  • Bakaðar gulrætur

Aðferð:

  • Takið lambakótiletturnar úr kæli og leyfið þeim að ná stofuhita (gott að miða við 2-3 klst við stofuhita)
  • Kveikið á grillinu og leyfið því að ná nokkuð góðum hita.
  • Grillið á hvorri hlið í nokkrar mín þar til eldað í gegn.
  • Látið standa í 10 mín við stofuhita áður en skorið er í það.

Kartöflubátar með sítrónu og rósmarín

  • 1 kg kartöflur
  • 2 msk hitaþolin olía
  • ca 1 tsk Salt
  • 2 tsk oreganó
  • Ferkst rósmarín
  • 1 sítróna

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir+yfir.
  2. Skerið kartöflunar í báta og setjið í eldfast mót, hellið olíu yfir, stráið salti og oreganó yfir.
  3. Takið nokkra stöngla af rósmarín og smellið í fatið, skerið sítrónuna í margar litlar sneiðar, smellið nokkrum í fatið.
  4. Bakið í 20-30 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  5. Setjið ferskt rósmarín og sítrónubita aftur í fatið.

Köld mangó og hvítlaukssósa

  • 2 dl majónes
  • 2 stk hvítlauksgeirar
  • 2 msk mangó edik (fæst t.d. frá Nicolas Vahé)
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið majónes í skál, rífið hvítlauksgeirana út í majónesið og hellið edikinu út á, kryddið með salti og pipar og hrærið saman.

Grillað eggaldin

  • Eggaldin
  • Hitaþolin olía
  • Salt

Aðferð:

  1. Skerið eggaldin í sneiðar, penslið með olíu og kryddið með salti.
  2. Raðið á grillbakka og grillið í nokkrar mín á hvorri hlið þar til mjúkt og gott.

Grillaðir fylltir sveppir

  • 250 g sveppir
  • 50 g kryddostur með papriku og beikoni

Aðferð:

  1. Takið stönglana úr sveppunum, skerið ostinn í bita þannig að þeir komist inn í sveppina. Raðið þeim á grillbakka og grillið þar til mjúkir.

Grillaðar gulrætur

Aðferð:

  1. Snyrtið gulræturnar og skerið í helming, raðið í fat sem má fara á grill (má líka baka í ofni)
  2. Hellið balsamik ediki á gulræturnar og dreifið púðursykri og salti yfir.
  3. Grillið (eða bakið) þar til mjúkar, stráið þá sesamfræjum yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

grillaðar lambalærisneiðar í ítalslskri marineringu með karftöflubátum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5