Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum.
Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott! Það er merkilega einfalt líka, maður bakar einfaldlega kartöflurnar eins og vanalega, tekur svo kartöflurnar úr hýðinu varlega án þess að skemma hýðið. Hrærir kartöflunni saman við smjör, ost og beikon og setur blönduna aftur í hýðið. Svo bakar maður kartöfluna aftur í nokkrar mín þar til osturinn hefur bráðnað.
Hvílauks og piparkryddlegnu lambalærissneiðarnar frá SS eru einstaklega góðar, ég mæli alveg svakalega mikið með þeim. Íslensk framleiðsla, íslenskt kjöt og hágæða innihaldsefni notuð í marineringarnar. Ég elska að kaupa marineraða kjötið frá SS hvort sem ég er að fara grilla heima eða að taka með mér í ferðalagið. Þær eru alveg einstaklega bragðgóðar og kjötið ljúffengt.
Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum
- Hvítlauks og pipar kryddlegnar lambslærissneiðar frá SS
- Fylltar bakaðar kartöflur með beikoni og cheddar osti
- Grillað rósakál
- Hvítlaukssvepppir
Aðferð:
- Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita.
- Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan.
- Gerið svo rósakálið og sveppina.
- Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn.
Fylltar bakaðar kartöflur með beikoni og cheddar osti
- 3 stk stórar bökunarkartöflur
- 6 sneiðar beikon
- 50 g smjör
- 100 cheddar ostur
- Graslaukur (má sleppa)
Aðferð:
- Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn (1 klst í 200°C heitum ofni eða allt að 1,5 klst á grilli, fer sem mikið eftir hitanum á grillinu)
- Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið það svo í bita.
- Skerið ofan í kartöflurnar, skerið smá hýði af einni hliðinni og notið svo skeið til að taka kartöfluinnihaldið úr hýðinu og setjið það í skál, passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að taka kartöfluna innan úr.
- Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur inn í ofni í 15 mín eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk.
Grillað rósakál
- 200 g rósakál
- u.þ.b. 30 g smjör
- Salt
Aðferð:
- Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk.
Hvítlaukssveppir
- 250 g sveppir
- 2 hvítlauksgerirar
- u.þ.b. 30 g smjör
Aðferð:
- Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar