Linda Ben

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Recipe by
40 mín
| Servings: 3 manns

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!

Risarækjunum er raðað upp á spjót ásamt ananasbitum (sem er guðdómlegur grillaður!), vænum skammti af ljúffengu klístruðu hvítlauks og hunangs sósunni er smurt á spjótin sem karamellast við grillunina. Sósan er bæði sæt og sölt með nóg af hvítlauk, sem sagt ótrúlega ljúffeng!

Sósan er ótrúlega einföld og þægileg að smella saman í, maður einfaldlega sameinar öll hráefni saman í pott og sýður í smá stund þar til sósan hefur þykknað eins og klístrað síróp.

Þessi spjót eru alveg hrikalega góð!

grillaðar risarækjur í klístaðri hvítlauks hunangs marineringu

 

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

  • U.þ.b. 400 g Tígrisrækja stór
  • ¼ Ferskur ananas
  • 50 g smjör
  • 1 dl hunang
  • 2 msk soja sósa
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • Salt og pipar
  • Kóríander (má sleppa)
  • Grillpinnar

Aðferð:

  1. Best er að láta grillpinnana liggja í bleyti í ca 20 mín áður en matnum er raðað á pinnana.
  2. Setjið smjör, hunang og soja sósu ofan í lítinn pott og sjóðið saman, rífið hvítlauksgeirana út í og kryddið með salti og pipar, sjóðið þar til sósan hefur þykknað og líkist sírópi.
  3. Skerið ferskan ananas í bita, takið börkinn af. Raðið risa rækjum og ananas á pinnana til skiptis, penslið svolítið af sósunni yfir pinnana.
  4. Grillið pinnana á báðum hliðum í 3-5 mín á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn, penslið meira af sósunni yfir pinnana á meðan verið er að grilla.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

grillaðar risarækjur í klístaðri hvítlauks hunangs marineringu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5