Grillaðir Hamborgarar í hunangs og hvítlauks rub með steiktum sveppum

Recipe by
20 mín
Prep: 10 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 hamborgarar

Kostur selur einu bestu tilbúnu hamborgara sem völ er á að mínu mati.

Þeir fást fjórir í pakka og eru framleiddir úr 100% íslensku nautakjöti. Það sem gerir þessa hamborgara betri en aðra er hlutfall fitu í hamborgurunum. Fituinnihaldið er 16-18% sem gerir þá einstaklega “djúsí” og bragðgóða. Þessir hamborgarar eru tilvaldir á grillið og þegar þú hefur smakkað þá veistu hvað ég er að tala um! Ódýr og góður kostur.

hamborgaðar með steiktum sveppum

Honey Garlic Rub kryddið frá Weber er alveg fullkomið á hamborgara. Hreint út sagt finnst mér það gera næstum hvaða mat sem er að veislumat því það er svo rosalega bragðgott. Eitt besta fjölnota krydd sem ég hef fundið hingað til.

hamborgaðar með steiktum sveppum

Grillaðir Hamborgarar í hunangs og hvítlauks rub, uppskrift:

 • 4 hamborgar frá Kosti
 • 4 hamborgarabrauð
 • Honey Garlic Rub frá Weber
 • Mexíkóostur
 • Hamborgarasósa
 • Salat
 • Tómatur
 • Paprika
 • Gúrka
 • Steiktir sveppir, sjá uppskrift hér fyrir neðan.

hamborgaðar með steiktum sveppum

Steiktir sveppir, uppskrift:

 • 2 msk ólífu olía
 • 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
 • 8 meðalstórir hvítir sveppir, skornir í sneiðar
 • 1 msk Worcestershire sósa

Aðferð:

 1. Hitið ólífu olíuna á pönnu á miðlungs hita.
 2. Skerið laukinn og steikið hann í um það bil 2 mín.
 3. Skerið sveppina og setjið þá út á pönnuna, steikið þá í um það bil 2 mín.
 4. Bætið Worcestershire sósunni út á og steikið þangað til grænmetið er full eldað.

hamborgaðar með steiktum sveppum

Hamborgarar, aðferð:

 1. Stillið grillið á miðlungs hita
 2. Kryddið hamborgarana vel með Honey garlic rub.
 3. Skerið mexíkóostinn í þunnar sneiðar
 4. Grillið hamborgarana á annari hlið þangað til blóðsafi kemur upp, snúið þeim þá við, setjið mexókóostinn á hamborgarana og leyfið honum að bráðna svolítið.
 5. Grillið brauðin í 1 mín á hvorri hlið
 6. Smyrjið brauðin með hamborgarasósu og raðið grænmeti á.
 7. Setjið hamborgarana á ásamt steikti sveppunum, lokið og njótið!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5