Linda Ben

Grillaðir Hamborgarar í hunangs og hvítlauks rub með steiktum sveppum

Recipe by
20 mín
Prep: 10 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 hamborgarar

hamborgaðar með steiktum sveppum

Grillaðir Hamborgarar í hunangs og hvítlauks rub, uppskrift:

 • 4 hamborgar
 • 4 hamborgarabrauð
 • Honey Garlic hamborgarakrydd
 • Mexíkóostur
 • Hamborgarasósa
 • Salat
 • Tómatur
 • Paprika
 • Gúrka
 • Steiktir sveppir, sjá uppskrift hér fyrir neðan.

hamborgaðar með steiktum sveppum

Steiktir sveppir, uppskrift:

 • 2 msk ólífu olía
 • 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
 • 8 meðalstórir hvítir sveppir, skornir í sneiðar
 • 1 msk Worcestershire sósa

Aðferð:

 1. Hitið ólífu olíuna á pönnu á miðlungs hita.
 2. Skerið laukinn og steikið hann í um það bil 2 mín.
 3. Skerið sveppina og setjið þá út á pönnuna, steikið þá í um það bil 2 mín.
 4. Bætið Worcestershire sósunni út á og steikið þangað til grænmetið er full eldað.

hamborgaðar með steiktum sveppum

Hamborgarar, aðferð:

 1. Stillið grillið á miðlungs hita
 2. Kryddið hamborgarana vel með Honey garlic rub.
 3. Skerið mexíkóostinn í þunnar sneiðar
 4. Grillið hamborgarana á annari hlið þangað til blóðsafi kemur upp, snúið þeim þá við, setjið mexókóostinn á hamborgarana og leyfið honum að bráðna svolítið.
 5. Grillið brauðin í 1 mín á hvorri hlið
 6. Smyrjið brauðin með hamborgarasósu og raðið grænmeti á.
 7. Setjið hamborgarana á ásamt steikti sveppunum, lokið og njótið!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5