Linda Ben

Grillaðir smash hamborgarar án kjöts

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Þessir grilluðu smash hamborgarar án kjöts eru svo góðir!

Oumph gerir alveg svakalega bragðgóðar matvörur sem líkjast kjöti en eru án alls kjöts. Borgaranir eru búnir til að mestu úr baunapróteinum en áferðin og bragðið líkjast merkilega mikið venjulegu nautakjötsborgurum.

Ég mæli mikið með þessum borgurum fyrir alla. Þetta eru frábærir borgarar fyrir þá sem vilja minnka kjötneyslu sína, eru grænmetisætur, vegan eða bara hvern sem er.

Hver borgari er 80 g svo það er upplagt að gera tvöfaldan borgara fyrir þá sem eru svangir, það kemur alveg svakalega vel út.

Grillaðir smash hamborgarar án kjöts

Grillaðir smash hamborgarar án kjöts

Grillaðir smash hamborgarar án kjöts

Grillaðir smash hamborgarar án kjöts

  • Oumph Smash borgarar
  • Hamborgarakryddblanda
  • Hamborgarabrauð
  • Bbq sósa
  • Salat
  • Tómatar
  • Rauðlaukur
  • Cheddar ostur (hægt að kaupa vegan útgáfu)

Aðferð:

  1. Afþýðið hamborgarana og kryddið með hamborgarakryddblöndu.
  2. Kveikið á grillinu og stillið á meðal hita.
  3. Grillið hamorgarana á báðum hliðum og pressið þá þannig að þeir fletjast svolítið út. Setjið ost á borgarana.
  4. Hitið brauðin á grillinu.
  5. Smyrjið brauðin með bbq sósu, setjið vel af salati, tómötum og rauðlauk á brauðin og eitt til tvö smash borgarabuff á hvert brauð. Smyrjið með meiri bbq sósu og lokið með brauðinu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Grillaðir smash hamborgarar án kjöts

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5