Linda Ben

Einfaldur grillaður lax í kókos og mangó marineringu með grilluðum grænmetis spjótum

Recipe by
1 kist og 30 mín
Prep: Unnið í samstarfi við Fakó | Cook: 30 mín | Servings: 6 manns

Einfaldur grillaður lax í kókos og mangó marineringu með grilluðum grænmetis spjótum.

Sumarlegur og ótrúlega góður réttur sem gott er að bera fram með griluðum sætum kartöflum og kaldri grillsósu.

Marineringin er keypt tilbúin svo það eina sem þarf að gera er að leggja laxinn í marineringu og grilla hann svo ásamt grillspjótunum sem eru ekki síður einföld í framkvæmd.

Kókos og mangó marineringin frá Nicolas Vahé er ein af mínum uppáhalds, það er asísk og suðræn fusion stemming í henni og mér finnst hún gera allan mat betri, sérstaklega lax. Nicolas Vahé vörurnar fást í völdum sérverslunum og inn á fako.is

grillaður lax í kókos og mangó marineringu

grillaður lax í kókos og mangó marineringu

Grillaður lax í kókos og mangó marineringu með grænmetisspjótum

Aðferð:

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Marengsterta” highlights.

  1. Skolið laxa flakið og skoðið hvort það séu nokkuð bein, fjarlægið þau ef þau eru til staðar.
  2. Setjið laxinn á tvöfalt lag af þykkum álpappír. Smyrjið vel af marineringu á laxinn og setjið hann aftur inn ísskáp með marineringu i u.þ.b. 1 klst eða eins langan tíma og mögulegt er.
  3. Kveikið á grillinu og leyfið því að hitna vel.
  4. Úbúið grænmetisspjótin með því að skera paprikurnar í 4 hluta hverja og sveppina í helming, stingið grænmetinu á spjótin, hellið ólífu olíu yfir og kryddið með grænmetiskryddinu.
  5. Setjið laxinn á grillið og grillið í u.þ.b. 20 mín eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Setjið grænmetisspjótin á grillið þegar laxinn á 10 mín eftir og grillið á báðum hliðum með því að snúa þeim reglulega.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

grillaður lax í kókos og mangó marineringu

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5