Linda Ben

Grilluð bleikja í bragðmiklu sítrónu raspi

Recipe by
30 mín
Prep: 20 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 manns

Hér er þessi bragðgóða bleikja er borin fram með steiktu zucchini, grænkáli og granateplakjörnum.

Grilluð bleikja í bragðmiklu sítrónu raspi, uppskrift:

 • 6 bleikju flök, beinhreinsuð
 • 1 msk hunang
 • 1 msk dijon sinnep
 • 1 bolli muldir brauðteningar frá Fresh Gourmet
 • Börkur af 1 sítrónu
 • 1 msk capers

Grilluð bleikja í sítrónu raspi

Aðferð:

 1. Kveikið á grillinu og setjið bleikjuflökin á álpappir.
 2. Blandið saman 1 msk hunangi og 1 msk dijon sinnepi og penslið því á bleikjuna.
 3. Myljið brauðteninga með því að setja þá í poka og berjið þá með buffhamari. Setjið sítrónubörkinn út í og dreifið blöndunni yfir fiskinn.
 4. Grillið þangað til fiskurinn er tilbúinn, en tíminn svolítið mismunandi eftir því hversu þykk flökin eru.
 5. Á meðan fiskurinn er á grillinu, steikið þá capersið með því að hita litla pönnu vel, setja olíu á pönnuna þannig að hún þekji botninn á pönnunni. Setjið 1 msk af capers á eldhúspappír og þurrkið það. Þegar olían er orðin heit þá setjiði capersið út á og steikið þangað til það poppast svolítið. Takið þá capersið upp úr olíunni og á eldhúspappír til að taka það mesta af olíunni. Setjið svo capersið á fiskinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni.

Fylgistu með á Instagram!

Grilluð bleikja í sítrónu raspi

Njótið vel!

Ykkar Linda Benediktsdóttir

Category:

2 Reviews

 1. Klara Steinarsdóttir

  Ég prófaði þennan í kvöld og hann var delish ??

  Star
 2. Linda

  Frábært að heyra, takk fyrir að deila því með okkur Klara :*

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5