Linda Ben

Grísk jógúrtskál með krunchy keto

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Good Good

Hér höfum við gríska jógúrtskál sem er alegg einstaklega góð!

Ég byrja á því að blanda nokkrum stevia dropum út í grískt jógúrt. Toppa það svo með sykurlausri hindberjasultu, berjum og kókos krunchy keto stykkinu sem er eitt besta próteinstykki sem ég hef smakkað lengi.

Ég fæ mér kókos krunchy ketó stykkið frá Good Good reglulega sem millimál þegar mig langar í eitthvað sætt en ekki óhollt. Ég get ekki fundið neitt aukabragð af því eins og ég finn af sumum öðrum próteinstykkjum.

Það er skemmtileg tilbreyting að setja kókos krunchy ketó stykkið ofan á grískt jógúrt, en það er líka ótrúlega gott að setja það ofan á ís úr frosnum bönunum (niceccream) og gera þannig hollan bragðaref, ég mæli mikið með!

Grísk jógúrtskál með krunchy keto

Grísk jógúrtskál með krunchy keto

Grísk jógúrtskál með krunchy keto

Grísk jógúrtskál með Krunchy Keto

  • Grískt jógúrt
  • 4 dropar Stevía dropar Original frá Good Good
  • Hindberjasulta frá Good Good
  • Granatepli
  • Bláber
  • Kókos Krunchy Keto stykki

Aðferð:

  1. Blandið stevía dropum saman við gríska jógúrtið. Bætið hindberjasultu út á gríska jógúrtið.
  2. Toppið með granateplum og bláberjum.
  3. Skerið Krunchy Keto stykkið smátt niður og bætið út á skálina.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Grísk jógúrtskál með krunchy keto

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5