Linda Ben

Gríska gyðju salatið

Recipe by
Cook: Unnið i samstarfi við Sigma Ekta grískt | Servings: 4 manns

Gríska gyðju salatið.

Ef þú ert að leita þér að virkilega bragðgóðu salati sem er létt, ferkst og jafnvel örlítið sumarlegt, þá þarftu ekki að leita lengra. Þetta salat er alveg dásamlega gott og ferskleikinn er allsráðandi.

Til þess að gera gott salat er góð salatdressing lykilatriði. Til þess að gera góða salatdressingu þarf maður góða ólífuolíu! Góð extra virgin ólífu olía er eitt af því besta sem við getum gefið líkamanum okkar. Hún er rík af hollum fitusýrum sem næra líkamann okkar og er sérstaklega góð fyrir hjarta og æðakerfið. Hún er einnig rík af andoxunarefnum og E-vítamíni sem m.a. verndar húðina okkar fyrir ótímabærri öldrun. Best er að borða ólífu olíuna kalda og hráa, þ.e. óeldaða þar sem öll viðkvæmu næringarefnin í olíunni þola ekki hitun.

Kopos gríska ólífu olían frá Sigma ekta grískt er hágæða jómfrúar ólífuolía með lágu sýrustigi. Olían er búin til úr vandlega völdum hágæða grískum ólífum. Olían limar af grænum eplum og fersku grasi með keim af þistilhjörtum og ólífulaufi.

Ég alveg elska hversu fallegar flöskurnar eru, dökk flaskan gerir það að verkum að það má geyma hana upp á borði án þess að eiga hættu á að skemma olíuna. Tappinn er svo eitthvað annað fallegur en hann er handútskorinn úr ólífu við.

Þú getur skoðað Kopos hér.

Gríska gyðju salatið

Gríska gyðju salatið

Gríska gyðju salatið

Gríska gyðju salatið

Gríska gyðju salatið

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa dressinguna með því að setja Kopos ólífu olíu, balsamik edikið með hunanginu, oreganó og sinnep í skál. Pressið hvítlauksgeirana út í og kryddið með salti og pipar. Hrærið öllu saman.
  2. Skerið agúrkuna langsum í tvennt og fræhreinsið hana með skeið. Skerið í ca 5 mm þykkar sneiðar. Setjið í skál.
  3. Skerið tómatana í tvennt og bætið út í skálina.
  4. Skerið rauðlaukinn mjög smátt niður og bætið út í skálina.
  5. Skerið paprikuna niður í ca 1-2 cm stóra búta og bætið út í skálina.
  6. Hellið olíunni af fetaostinum og bætið út í skálina.
  7. Athugið hvort það sé steinn í ólífunum, ef það er steinn þarf að skera hann úr, bæti svo ólífunum út í skálina.
  8. Hellið svo dressingunni yfir og hrærið mjög vel saman.
  9. Berið salatið fram með nýbökuðu baguette og ólífumauki.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Gríska gyðju salatið

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5