Linda Ben

Guðdómlega góðar espresso brownies

Recipe by
2 klst
Prep: 1 klst og 40 mín | Cook: 20 mín | Servings: 12 stórar kökusneiðar

Þegar maðurinn minn átti afmæli um daginn fékk ég loksins tækifæri til að baka þessa brownie sem ég hef ætlað að gera alltof lengi. Uppskriftina af þessari köku fékk ég í bók sem heitir Food52 BAKING. Þegar ég sá þessa köku á forsíðu bókarinnar þá vissi ég að ég þyrfti að eignast þessa bók. Það eru svo mikið af girnilegum uppskriftum í henni sem ég verð að baka.

f5d82a25-b34b-4bc8-a90c-bea7534aa40c-cj-vmbwfhwmeksqii2hhjkzkxi9iho14voixl-ulg-ag71iwpiryvfyypkbuo0qtmcermy8r7nb4jw-kj89u-s1100-c

Mig líkar sérstaklega vel við þessa bók vegna þess að myndirnar í henni eru svo guðdómlega fallegar. Það er svo sérstakt andrúmsloft í myndunum, ekkert er of stíleserað (eða látið út fyrir að vera það). Myndirnar eru meira eins og sá sem var að baka hafi bara drifið það af að taka myndina (samt á smekklegan og fallegan hátt) til þess að geta byrjað að borða það sem var verið að baka.

Ég er hins vegar þannig að ég þarf alltaf að breyta uppskriftum eitthvað smá og gera þær að minni. Til dæmis er talað um í bókinni að setja koníak í kremið en ég ákvað að sleppa því.

Allt í allt er þetta alveg guðdómlega góð brownie og að mínu mati fullkominn eftirréttur!

Áferð kökunnar er allt á sama tíma loftmikil, seig og klessuleg. Hljómar svolítið eins og þversagnir en þið verðið bara að trúa mér, hún er alveg ótrúlega góð!

Expresso brownies

Espressó Brownie, uppskrift:

 • 300 g púðursykur
 • 110 g smjör, við stofuhita
 • 4 stór egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • lítil klípa af salti
 • 100 g hveiti
 • 15 g Hershey’s Cocoa, 100% kakó, náttúrulegt og ósætt.
 • 1 msk instant kaffi, malað fínt
 • 1 bolli pekan hnetur, gróft saxaðar
 • 1 bolli Hershey’s súkkulaði, semi sweet dropar

Aðferð:

 1. Byrjað er á að kveikja á ofninum og stilla á 175°C.
 2. Hrærið saman púðursykur og smjör þangað til það er orðið vel samlagað.
 3. Setjið eitt egg út í í einu og blandið vel saman við.
 4. Bætið salti og vanilludropum saman við.
 5. Í aðra skál blandið saman hveiti, kakó og kaffi, hellið því svo rólega saman við eggjablönduna.
 6. Setjið hneturnar í degið og blandið saman.
 7. Smyrjið form sem er um það bil 15 cm x 22 cm. Hellið deiginu í formið og dreifið súkkulaðinu yfir.
 8. Bakið í um það bil 15-20 mín eða þangað til hægt er að stinga hníf í kökuna og bara örlítið klesst deig kemur upp með hnífnum.
 9. Látið kökuna kólna.

Krem:

 • 125 g flórsykur
 • 1 msk instant kaffi, malað
 • 30 ml rjómi
 • 40 g smjör
 • 85 g Hershey’s súkkulaði

Aðferð:

 1. Setjið smjör, rjóma, flórsykur og kaffi í pott og hitið. Látið sjóða í 1 mín.
 2. Leyfið blöndunni að kólna örlítið, setjið súkkulaðið út í blönduna og blandið saman þangað til allt súkkulaðið hefur bráðnað.
 3. Þegar kakan hefur náð um það bil stofuhita hellið þið kreminu yfir kökuna.
 4. Látið kremið storkna örlítið, hægt að setja hana inn í kæli í 30 mín.
 5. Skerið kökuna í bita.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Expresso brownies

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5