Linda Ben

Gulrótakaka með bláberjum og rjómaostakremi

Þessi gulrótakaka er laus við allan laktósa, en ég notaði gríska jógúrt frá Örnu í kökuna sjálfa, en í kremið notaði ég vegan rjómaost.

Kakan sjálf er mjúk, létt og æðislega bragðgóð!

jógúrt gulrótakaka með ananas og bláberjum, einföld kaka,  jógúrt gulrótakaka með ananas og bláberjum, einföld kaka,  jógúrt gulrótakaka með ananas og bláberjum, einföld kaka,

Gulrótakaka með bláberjum og laktósafríu rjómaostakremi

 • 5 dl smátt saxaður ananas
 • 5 dl rifnar gulrætur
 • 2 dl smátt saxaðar valhnetur
 • 4½ dl hveiti
 • 1½ tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 tsk kanill
 • ¾ tsk múskat
 • ¾ tsk salt
 • 3½ dl púðursykur
 • 1¾ dl grískt jógúrt frá Örnu
 • 1 dl bragðlítil grænmetisolía
 • 3 egg
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninu og stillið hann á 175ºC.
 2. Kreistið safann mjög vel úr ananasnum, setjið í skál og blandið saman við gulrótum og valhnetum.
 3. Setjið púðursykur, jógúrt, olíu, egg og vanilludropa í skál og hrærið saman. Blandið saman hveitinu, matarsóda, lyftidufti, kanil, múskati og salti í skál og hrærið. Blandið hveitiblöndunni rólega sama við eggjablönduna.
 4. Blandið gulróta blönduna saman við deigið.
 5. Smyrjið tvö 20 cm form og skiptið deiginu á milli, bakið í um það bil 35 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kælið kökuna og útbúið kremið.

Rjómaostakrem:

 1. 200 g smjörlíki/smjör
 2. 200 g vegan rjómaostur (eða annar laktósafrír rjómaostur, að sjálfsögðu má nota venjulegan rjómaost ef kakan má innihalda rjómaost)
 3. 400 g flósykur
 4. 250 g bláber

Aðferð:

 1. Hrærið smjörlíkið og rjómaostinn vel saman, bætið svo flórsykrinum varlega saman við. Hrærið vel þangað til kremið verður létt og loftmikið.
 2. Setjið 1/3 af kreminu á milli kökubotnanna og restina smyrjið svo á toppinn á kökunni og á hliðarnar.
 3. Skreytið toppinn og botninn á kökunni með bláberjum.

jógúrt gulrótakaka með ananas og bláberjum, einföld kaka,

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur ekki áhrif á frásögn mína.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5