Linda Ben

Gulrótarsúpa

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 4 manns

Gulrótarsúpa sem er alveg ótrúlega góð. Það er einfalt að útbúa þessa súpu og það tekur stutta stund. Fullkomin á dögum þegar maður vill hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn.

Súpan er mild og áferðin þykk, ekta súpa sem krakkarnir elska, en þar sem litarefnin eru sterk í súpunni þá mæli ég með að taka þau úr spariföunum áður en þau byrja að borða hahah 😆

Ef þú átt eftir að prófa setja Finn Crisp út á súpur þá mæli ég með að þú gerir það við fyrsta tækifæri. Það gefur súpunni þetta ómótstæðilega kröns en er hollt og gott.

Gulrótarsúpa Gulrótarsúpa

Gulrótasúpa

 • 2 msk ólífu olía
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 cm engifer
 • 1 kg gulrætur
 • 1 líter vatn
 • 2-3 kjúklingateningar
 • 1 dós kókosmjólk
 • ½ tsk túrmerik
 • ½ tsk paprikukrydd
 • Salt og pipar
 • Kóríande
 • Finn crisp snakk

Aðferð:

 1. Setjið olíu í pott.
 2. Skerið laukinn smátt niður og steikið.
 3. Rífið engiferið niður og hvítlaukinn, steikið.
 4. Skerið gulræturnar í sneiðar og bætið út á pottinn og steikið létt.
 5. Setjið kjúklingateningana út í vatnið og hellið í pottinn ásamt kókosmjólkinni.
 6. Kryddið til með salt, pipar, túrmerik og papriku.
 7. Sjóðið súpuna í u.þ.b. 10-15 mín eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar, maukið þá súpuna með töfrasprota.
 8. Berið fram með kóríander og Finn crisp snakki.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Gulrótarsúpa

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5