Linda Ben

Grænt gúrku gin

Hér er að finna afar ferskan og léttan kokteil sem virkar sem góður fordrykkur.

Gúrku gin kokteill

Gúrku gin kokteill

Gúrku gin kokteill

  • 1 gúrka
  • 60 ml gin
  • 1 lime
  • 200 ml tonic vatn

Aðferð:

  1. Skerið hörðu endana af gúrkunni og setjið hana svo í blandara svo hún verði að safa. Sigtið safann svo hann verði tæju laus.
  2. Fyllið glösin af frekar stórum klökum. Fyllið glösin upp 2/3 af gúrkusafa, setjið 30 ml af gini í hvert glas, kreystið safann úr ½ lime í hvort glasið og fyllið svo upp með tonic vatni. Skreytið með myntu.

Gúrku gin kokteill

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5