Linda Ben

Hafra muffins með hindberjum

Recipe by
40 mín
Prep: 15 mín | Cook: 20 mín | Servings: 24 muffins kökur

Strákurinn minn var veikur heima í viku um daginn, bara flensa, ekkert alvarlegt, en hún var lengi að fara. Á hverjum einasta degi bað hann mig um að koma að baka. Fyndið að segja frá því að barnið sem er aðeins þriggja og hálfs ár er held ég komið með meiri bökunardellu en móðirin og þá er sko mjög mikið sagt! Það er óhætt að segja að ég hafi tekið þessum fyrirspurnum fagnandi og barnið þurfti ekki að biðja mig oft um að koma að baka.

Hafra muffins með hindberjum

Hafra muffins með hindberjum

Eitt af því fjölmarga sem við bökuðum þessa viku voru þessar frábæru muffins kökur en hugmyndin af uppskriftinni er fengin úr bókinni Food52 baking. Þær eru alveg þónokkuð hollar og því frábærar fyrir litla kroppa sem eru ekki með of mikla matarlist. Ég aðlagaði uppskriftina af því sem við áttum til í skápunum heima og fannst kökurnar koma mjög vel út. Þær eru léttari en gengur og gerist með svona hollustu möffinskökur vegna þess að þær innihalda mikinn matarsóda. Ég hélt að það myndi hafa áhrif á bragðið á kökunum og var því treg að setja svona mikinn matarsóda í kökurnar en ótrúlegt en satt þá hafði það ekki áhrif á bragðið. Veit ekki hvort það er hvítvíns edikið sem eyðir bragðinu en hvað sem það er þá virkar það!

Hafra muffins með hindberjum

Muffinsformin sem ég notaði keypti ég í Target í Bandaríkjunum en þau eru frá Wilton, ótrúlega falleg að mínu mati. Ég sé að þau eru til á amazon.co.uk og set því linkinn hér inn fyrir ykkur.

Marmara bakkinn fallegi er frá www.twins.is en ég nota hann mjög mikið, bæði undir mat og svo undir punt þess á milli.

Ég mæli því með að þið prófið þessar kökur og njótið með betri samvisku!

Hafra muffins með hindberjum:

 • 480 ml mjólk
 • 2 msk hvítvíns edik
 • 450 g hafrar
 •  280 g heilhveiti
 • 300 g púðursykur
 • 75 g hörfræ
 • 4 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 4 tsk kanill
 • ½ tsk salt
 • 240 ml bragðlítil olía
 • 175 ml vatn
 • 4 dl frosin hindber

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
 2. Setjið mjólkina í skál og hellið hvítvíns edikinu út í, hrærið saman þannig að edikið blandist við mjólkina. Leyfið þessu að standa í 5-10 mín, mjólkin mun byrja að kekkjast eftir smá.
 3. Í stóra skál blandið saman höfrum, heilhveiti, púðursykri, hörfæjum, matarsóda, lyftidufti, kanil og salti.
 4. Bætið svo út í eggjunum, mjókinni með edikinu, olíunni og vatninu. Hrærið saman þangað til allt hefur samlagast. Hrærið saman við hindberjunum, það má gjarnar kremja nokkur þeirra.
 5. Setjið möffinsform í muffins álbakka en það mun koma í vegfyrir að kökurnar fletjist út og missi lögun í ofninum.
 6. Fyllið hvert muffinsform alveg upp í topp, það eiga að myndast um það bil 24 kökur.
 7. Bakið í 20-25 mín eða þangað til þær eru bakaðar í gegn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Hafra muffins með hindberjum

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5