Linda Ben

Halloween Rice Krispies múmíur

Recipe by
40 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 12 bitar

Halloween Rice Krispies múmíur

Leynitrixið til að ná þessu nammi svona góðu er að steikja sykurpúðana létt upp úr smjörinu þar til þeir verða örlítið brenndir, og byrja þá að blanda þeim saman við smjörið, þannig fær maður ótrúlega gott rice krispies nammi sem bragðast eins og grillaðir sykurpúðar 🤤👌🏻

Annars er þetta þrusu einfalt og skemmtilegt Halloween föndur sem gaman er að smella í með krökkunum.

Halloween Rice Krispies múmíur

Halloween Rice Krispies múmíur

  • 100 g smjör
  • 280 g sykurpúðar
  • 170 g Rice Krispies
  • 300 g hvítt súkkulaði
  • Nokkrir súkkulaði dropar (eða 50 g brætt dökkt súkkulaði)

Aðferð:

  1. Bræðið hvíta súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði og leyfið því að kólna örlítið aftur meðan nammið er útbúið.
  2. Bræðið smjörið á pönnu eða potti og setjið sykurpúðana út á, steikið þá létt upp úr smjörinu þar til þeir byrja að brúnast, lækkið þá undir pottinum og hrærið teglulega í og pressið þá niður svo þeir bráðni og blandist saman við smjörið. Með því að brenna sykurpúðana örlítið nær maður fram rosalega góðu bragði eins og af grilluðum sykurpúðum.
  3. Slökkvið undir og blandið rice krispiesinu saman við.
  4. Klæðið 23×36 cm form (getið keypt það hér) með smjörpappír og þrýstið blöndunni í formið, smellið inn í frysti í u.þ.b. 30 mín (líka hægt að setja inn í ísskáp og geyma formið lengur), skerið svo nammið niður í 12 bita.
  5. Setjið hvíta súkkulaðið í sprautupoka með mjóum hringlaga stút og sprautið rendur á nammið svo bitarnir líkist múmíum. Setjið súkkulaðidropa eins og augu eða bræðið dökkt súkkulaði og sprautið því eins og augu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Halloween Rice Krispies múmíur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5