Linda Ben

Hamborgarar með fetaost mulningi

Recipe by
25 mín
Prep: 15 mín | Cook: 10 mín | Servings: 4 manns

Mér finnst alveg ótrúlega gaman að finna nýjar og bragðgóðar útgáfur af einföldum mat sem við þekkjum öll. Hlutirnir þurfa nefninlega alls ekki að vera flóknir og framandi til þess að bragðast stórkostlega.

Hamborgari, uppskrift, fetaostur

Hér muldi ég fetaost kubb út í hakkið áður en ég setti borgarana saman og setti svo boston gurka relish á borgarana. Útkoman var hreint út sagt stórkostleg, svo djúsí og bragðmikil!

Hamborgari, uppskrift, fetaostur

Hamborgarar með fetaost mulningi og 

 • 1 pakki nautahakk (um 500 g)
 • 1/3 fetaost kubbur (ekki í olíu)
 • Gott hamborgarakrydd
 • Gúrku Relish
 • Majónes
 • Salat
 • 4 tómatar
 • 4 hamborgara brauð

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
 2. Setjið nautahakkið í skál, brjótið fetaostinn ofan í hakkið ásamt um það bil 1 msk af hamborgarakryddi sem þér líkar best við. Blandið vel saman, skiptið svo í fjóra hluta og útbúið borgara í höndunum eða með hamborgara pressu.
 3. Skerið tómatana niður, skolið salatið og þerrið vel.
 4. Steikið hamborgarana á heitri steikarpönnu, um það bil 4 mín á hvorri hlið, eða þangað til þeir eru eldaðir eins og þér líkar best.
 5. Hitið brauðin inn í ofninum á meðan hamborgaranir á pönnunni.
 6. Smyrjið brauðin með majónesi, raðið salati og tómötunum á neðra brauðið, leggið hamborgarann á grænmetið og setjið um það bil 1 msk af gúrku relish yfir, leggið svo efra hamborgarabrauðið yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Hamborgari, uppskrift, fetaostur

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published.

*

1 2 3 4 5