Linda Ben

Hátíðleg trönuberja kaka með hvítu súkkulaði

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Trönuberja kaka

Einstaklega ljúffeng og jólaleg trönuberjakaka með hvítu súkkulaði.

Kakan er rakamikil, svolítið þétt í sér og ögn klístruð. Trönuberin og hvíta súkkulaðið setja hana algjörlega í hátíðar sparigallan.

Takið eftir kökudiskinum sem hún situr á en hann er úr KERAMIK vörulínunni sem við Embla Sig gerðum í sameiningu, þið getið skoðað vörulínuna hér.

Trönuberja kaka

Trönuberja kaka

Trönuberja kaka

Trönuberja kaka

Trönuberja kaka með hvítu súkkulaði

  • 3 egg
  • 150 g mjúkt smjör (50 g brætt og brúnað, sjá aðferð)
  • 300 g sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl AB-mjólk með vanillu frá Örnu Mjólkurvörum
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • 150 g hvítir súkkulaðidropar
  • 1 ½ dl fersk trönuber
  • 75 g rjómaostur
  • 75 g smjör
  • 150 g flórsykur
  • 1 dk trönuber sem skraut
  • Örlítið greni sem skraut (má sleppa, má ekki borða)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 165°C
  2. Takið 50 g af smjöri og setjið í pott, bræðið og látið það malla í örlitla stund á pottinum þar til það hefur brúnast.
  3. Setjið mjúka smjörið ásamt brúna smjörinu í hrærivélaskál ásamt sykrinum og þeytið. Bætið eggjunum út í, eitt í einu. Bætið svo næst vanilludropum saman við og AB-mjólkinni.
  4. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti. Bætið því út í eggjablönduna og blandið saman.
  5. Setjið hvítu súkkulaðidropana saman við ásamt trönuberjunum.
  6. Smyrjið 20 cm kökuform með háum hliðum og hellið deiginu ofan í formið. Bakið í u.þ.b. 50 mín, setjið álpappír ofan á formið þegar kakan er byrjuð á brúnast vel en ennþá óbökuð í miðjunni þegar stungið er í hana, til að koma í veg fyrir að hæun brenni.
  7. Takið kökuna út úr ofninum og kælið hana vel að stofuhita.
  8. Blandið saman smjöri og rjómaosti, bætið svo flórsykri saman við. Setjið kremið ofan á kökuna og skreytið með ferskum trönbuberjum og örlítið af greni ef þið viljið (má ekki borða grenið)

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

Trönuberja kaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5