Linda Ben

Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur

Recipe by
Cook: Unnið í samstarfi við Muna | Servings: 36 kökur

Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur sem eru alveg dásamlega góðar. Þær eru stökkar að utan en undursamlega seigar og ljúffengar að innan. Akkúrat eins og bestu hafrasmákökurnar eiga að vera.

Ég notaði í þessar smákökur lífrænu bakstursvörurnar frá Muna, góð hráefni eru svo sannarlega lykilatriði í góðum smákökum.

Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur

Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur

Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur

 • 250 g mjúkt smjör
 • 250 g hrásykur frá Muna
 • 2 egg
 • 200 g fínt spelt frá Muna
 • ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • 250 g heilir hafrar frá Muna
 • 150 g döðlur frá Muna
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 75 g valhnetur frá Muna
 • Sjávaralt (magn eftir smekk)

Aðferð:

 1. Setjið döðlur í lítinn pott og bætið 150-200 ml af vatni út á, sjóðið létt u.þ.b. 5 mín, leyfið þeim svo að standa í vatninu þar til þær eru notaðar.
 2. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
 3. Þeytið smjör og hrásykur saman, bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið vel á milli.
 4. Bætið speltinu, lyftidufti, matarsóda og höfrum út í deigið, blandið létt saman.
 5. Maukið döðlurnar, annað hvort með að stappa þær með gaffli eða setjið í blandara. Bætið þeim út í deigið.
 6. Saxið súkkulaðið og valhneturnar og bætið út í deigið.
 7. Notið matskeið til að mynda kúlur úr deiginu og setjið þær á smjörpappírsklædda ofnskúffu með góðu millibili (ca. 12 stk á hverja plötu) og bakið í u.þ.b. 15 mín. Sáldrið örlitlu sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær eru tilbúnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Hátíðlegar súkkulaði og valhnetu hafrasmákökur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5