Linda Ben

Hátíðlegur léttreyktur lambahryggur með ljúffengu meðlæti

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 8 manns

Hér höfum við afar hátíðlegan léttreyktur lambahrygg frá SS með ljúffengu meðlæti. Hann er algjörlega klassískur íslenskur jólamatur sem er kjörið að bera fram yfir hátíðarnar, hvort sem það er í jólaboðinu, á jólunum eða á áramótunum.

Kjötið er afskaplega bragðgott og mjúkt. Lambahryggurinn er létt reyktur sem hentar vel fyrir þá sem fýla ekki mikið reyk bragð.

Ég bar léttreykta lambahryggurinn fram með dýrindis meðlæti sem slær alltaf í gegn hjá mér. Brúnuðum kartöflum, waldorf salati, kanilbökuðum gulrótum og rauðvínssósu.

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Hátíðlegur léttreyktur lambahryggur með ljúffengu meðlæti

  • Léttreyktur lambahryggur
  • Waldorf salat
  • Brúnaðar kartöflur
  • Rauðvínssósa
  • Bakaðar gulrætur

Léttreyktur lambahryggur

  • Lambahryggur
  • 100 g smjör, mjúkt
  • Ferskt timjan

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 160°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið grunnt í fitulag lambahryggsins, gott er að skera fituna í u.þ.b. 1×1 cm tígla.
  3. Setjið lambahrygginn í eldfastmót, fitulagið niður.
  4. Hellið u.þ.b. 4 dl af vatni í eldfastamótið.
  5. Bakið lambahrygginn í ofninum í 30 mín fyrir hvert kíló (lambahryggurinn sem ég var með var 2,830 kg. 2,83×30 = 85 mín), eða þar til kjarnhiti mælist 73°C.
  6. Hellið soðinu af lambahryggnum í pott og hækkið á ofninum í 190°C, undir og yfir hita.
  7. Penslið mjúku smjöri yfir puruna og bakið áfram í 10 mín.
  8. Skreytið kjötið með fersku timjani.

Rauðvínssósa

  • Soð af lambahrygg
  • 1 dl rjómi
  • 2 stk lambakraftur
  • 1 1/2 dl rauðvín
  • 2 tsk dijon sinnep
  • 1 msk títuberjasulta
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Sósulitur eftir smekk
  • Maizena sósuþykkir eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið soðið af labahryggnum í pott og bætið út í það rjóma, lambakrafti, rauðvíni, sinnepi og títuberjasultu. Blandið öllu vel saman og sjóðið í nokkrar mínútur.
  2. Smakkið til með salti, pipar og meira af dijon sinnepi og sultu eða rjóma ef ykkur finnst þurfa.
  3. Bætið út í örlitlnum sósulit og maizena sósuþykki. Hrærið það til tilbúið.

Waldorf salat

  • 2 græn epli
  • 250 g græn vínber
  • 250 ml rjómi
  • 50 g súkkulaði
  • 50 g valhnetur

Aðferð:

  1. Flysjið eplin og kjarnhreinsið, skerið svo í bita og setjið í skál. Skerið einnig vínberin niður og bætið í skálina.
  2. Þeytið rjómann og bætið í skálina, rífið súkkulaðið gróft niður og bætið út í.
  3. Brjótið valhneturnar gróft niður og bætið út í.
  4. Blandið öllu saman.

Brúnaðar kartöflur

  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • 1 dl sykur
  • 50 g smjör

Aðferð:

  • Setjið sykur á pönnu og bræðið sykurinn á vægum hita. Þegar sykurinn er nánast allur bráðnaður, bætið þá smjörinu út á pönnuna í nokkrum skömmtum. Blandið vel saman með trésleif þar til myndast hefur karamella.
  • Hellið vökvanum af kartöflunum, best er að setja þær í sigti, og setjið þær svo á pönnuna. Hrærið varlega í til að kartöflurnar hjúpist alveg.

Kanilbakaðar gulrætur

  • 500 g gulrætur
  • 75 g smjör
  • 1 msk púðursykur
  • 1/2 tsk kanill

Aðferð:

  1. Flysjið gulræturnar og raðið þeim í eldfastmót.
  2. Skerið smjörið í teninga og raðið því yfir gulræturnar.
  3. Dreifið púðursykrinum og kanilnum yfir.
  4. Bakið inn i ofni í u.þ.b. 30 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Jóla hátíðarmatur léttreyktur lambahryggur með meðlæti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5