Linda Ben

Heileldaður kjúklingur í potti með grænmeti

Recipe by
1 klst og 30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 1 klst og 20 mín | Servings: 3-4 manns

Mig hefur dreymt um að eignast le creuset pott frá því áður en ég byrjaði að búa. Ég var svo heppin um jólin að amma mannsins míns gaf okkur le Creuset pott í jólagjöf. Vegna þess hve hrifin ég er af þessum pottum þá má ég til með að deila nokkrum staðreyndum um þessa potta með ykkur.

_MG_4085

Steypujárnið í pottinum hitnar örlítið hægar en gengur og gerist í öðrum pottum en það gerir það að verkum að hitinn dreifist jafnt um allan pottinn og hann heldur hitanum betur í sér. Potturinn læsir raka inn í sér sér svo maturinn verður virkilega safaríkur og gómsætur. Húðin innan í pottinum gerir það að verkum að það er einfalt og þægilegt að þrífa pottinn. Það er eitt af því sem maður þarf að horfa á þegar keyptur er hlutur sem á að endast í marga áratugi jafnvel er að handföngin eru hluti af pottinum en ekki fest á með skrúfu og munu því aldrei byrja að losna frá eins og á öðrum pottum sem eru komnir til ára sinna.

Það er hægt að elda nánast hvað sem er í þessum potti, til dæmis pottrétti og súpur á eldavélinni eða ofnrétti, brauð og kökur inn í ofni.

Heileldaður kjúklingur í potti

Best er að nota tré eða sílíkon sleifar til að hræra í pottinum, helst ekki nota stál áhöld þar sem það getur rispað himnuna í botninum sé ekki farið varlega.

Það fyrsta sem ég eldaði í nýja le Creuset pottinum mínum var mest djúsí kjúklingur sem ég hef smakkað! Það er alveg satt sem þeir segja að rakinn helst vel inn í pottinum sem skilar sér í safaríkum og djúsí mat. Ég var ekkert að gera þennan rétt flókinn en það er líka það sem mér líkar svo vel við þessa eldunaraðferð. Öllu er hent í einn pott og potturinn settur í ofninn, svo rúmum klukkutíma seinna er maturinn tilbúinn!

Ef þið hafið ekki ennþá smakkað Honey Garlic Rub frá Weber þá hreinlega verðið þið að gera það núna! Þetta krydd er það besta sem er til að mínu mati og gengur með nánast öllu. Hvort sem það er kjúklingur, lambalæri, hamborgarar þá er þetta krydd líklegt til þess að gera matinn þinn að þeim besta sem þú hefur smakkað lengi.

Heileldaður kjúklingur í potti

Heilgrillaður kjúklingur í le Creuset:

  • Heill kjúklingur
  • Bragðmikið kjúlingakrydd
  • Sæt kartafla
  • 2 shallot laukar
  • 1 gul paprika
  • Rósakál

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200ºC.
  2. Kryddið kjúklinginn vel (ekkert vera að spara það) og setjið hann í pottinn.
  3. Skerið allt grænmetið (fyrir utan rósakálið) niður í hæfilega stóra bita og setjið það í pottinn með kjúklingnum.
  4. Bakið kjúklinginn inn í ofni með lokinu á í klukkutíma, takið lokið af og haldið áfram að baka í 20-30 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram 

Fylgistu með á Instagram!

Heileldaður kjúklingur í potti

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5