Linda Ben

Heilsteikt dry age nauta ribeye a la mamma

Recipe by
u.þ.b. 4 tímar

Mamma mín er einn mesti snillingur í eldhúsinu sem ég veit um, og það eru flest allir sem þekkja hana sammála mér í því. Það er ekki að ástæðu lausu sem ég vinn sem matarbloggari en ég er einfaldlega alin upp í eldhúsi þar sem ég fékk bara góðan mat. Sem barn þá skipti það ekki máli hvort það var nóg til í skápunum eða ekki, alltaf gat mamma galdrað fram alveg dýrindismáltíð sem ég, systir og pabbi mín borðuðum upp til agna. Það sýnir nefninlega mikla hæfileika að geta eldað eitthvað stórkostlega gott úr nánast engu. Þekkt máltæki hjá mömmu er, ,,njóttu matarins núna því þú munt aldrei fá akkurat þennan rétt aftur” og þá á hún við því hún galdraði réttinn fram úr því sem til var heima og engin sérstök uppskrift notuð.

_MG_3348

En þó svo að mamma sé algjör snillingur að elda gott úr engu, þá fá hæfileikar hennar virkilega að skína þegar hún fær góð hráefni til að vinna úr.

Hún er til að mynda sérfræðingur í því að elda góðar steikur. Alltaf þegar ég ákveð að hafa steik í matinn þá er gott ráð fyrir mig að bjóða mömmu og pabba í mat líka, plata hana til að elda kjötið á meðan ég sé um annað (til dæmis taka myndir og punkta niður það sem hún gerir fyrir bloggið). Mamma á því heiðurinn af þessari uppskrift frá upphafi til enda.

Nautakjöt er best þegar það hefur fengið að hanga lengi, það verður mýkra og bragðmeira. Þess vegna er dry age nautakjöt oft lang besti valkosturinn. Annað sem gott er að hafa í huga þegar keypt er nautasteik er að skoða hversu fitusprengd hún er. Það er mjög gott þegar kjötið er vel fitusprengt, kjötið er mýkra og bragðmeira.

Það er yfirleitt miðað við 250 g af kjöti á mann þegar eldað er nautakjöt. Eldunartíminn fer svo eftir því hversu stór steikin er.

Heilsteikt nauta rib eye uppskrift

_MG_3354

Heilsteikt nauta rib eye uppskrift

Heilsteikt nauta rib eye uppskrift

Heilsteikt nauta rib eye uppskrift

Heilsteikt nauta rib eye uppskrift

Hér er það sem mamma gerði til þess að ná kjötinu svona góðu:

  1. Það er afar mikilvægt að kjöt hafi náð stofuhita áður en það er sett í ofninn, eldunin verður jafnari í gegn ef það er ekki kalt inn í miðjunni þegar það er sett í ofninn. Það er því best að taka kjötið út úr ísskápnum strax um morguninn ef á að setja það inn í ofn seinni part dags.
  2. Þegar elduð er heil steik af nautakjöti er best að elda hana við lágan hita í ofni í langan tíma. Því þarf næst að kveikja á ofninum og stilla á 120ºC.
  3. Áður en kjötið fer inn í ofninn þarf fyrst að loka kjötinu. Mamma byrjaði á því að salta steikina örlítið og pipra. Steikinni er svo lokað með því að steikja kjötið á vel heitri pönnu á alla kanta, það er fallegra þegar kjötið nær að brúnast svolítið.
  4. Því næst setur maður kjöthitamæli í kjötið, mikilvægt að endi mælisins liggi akkurat í miðju kjötinu, og setur svo inn í ofninn. Kjötið er látið vera inn í ofni þar til kjöthitamælirinn sýnir 60ºC (55ºC fyrir rare og 60ºC fyrir medium rare). Þegar kjötið hefur náð 60ºC er það tekið út úr ofninum og leyft að taka sig í um það bil 15 mín áður en það er skorið.
  5. Kjötið er því næst kryddað með salti og pipar og borið fram.

Góða steik má að sjálfsögðu ekki vanta gott meðlæti. Við bárum steikina fram með bökuðum kartöflum, smörsteiktum aspas, fersku salati, bernaise sósu og góðu rauðvíni.

Heilsteikt nauta rib eye uppskrift

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5