Linda Ben

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaðivöfflur

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Good Good | Servings: 8-10 vöfflur

Hér höfum við frábærar súkkulaði vöfflur sem eru alveg sykurlausar og merkilega heilsusamlegar miðað við að vera vöfflur. Þær eru úr grófu spelti og hreinu kakói, innihalda egg, kókosolíu, sykurlaust súkkulaðisíróp og ab-mjólk meðal annars.

Vöfflurnar eru afar áferðargóðar sem er algjör lykill þegar kemur að góðum vöfflum, því ekki vill maður hafa þær of þurar né þannig að þær rifni við hið minnsta. Þessar vöfflur eru mjúkar, “fluffý” og bragðast eins og alvöru súkkulaðisæla.

Vöfflurnar sjálfar eru ekki sætar, heldur eru þær gerðar þannig að þú getur bætt við sætu ofan á þær eins og þér þykir best. Ég mæli mikið með því að þeyta rjóma og bera þær fram með honum ásamt berjum, ávöxtum og Sweet like sugar sírópinu frá Good Good með hlynsírópsbragðinu. Það er alveg einstaklega gott, bragðast eins og alvöru hlynsíróp en inniheldur engann sykur sem er algjör snilld.

Þú getur bæði bakað þessar vöfflur í klassísku hringlaga vöfflujárni og kassalaga belgísku vöfflujárni, bæði gott svo veldu það sem þú átt til heima eða langar í frekar.

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaðivöfflur

  • 150 g gróft spelt
  • 50 g hreint kakó
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 msk (15 g) kókosolía brædd
  • 2 egg
  • 100 g sykurlaust súkkulaðismjör frá Good Good
  • 300 ml ab-mjólk
  • Rjómi
  • Ber og ávextir svo sem jarðaber, bláber og banani
  • Sweet like sugar sykurlaust síróp með hlynsírópsbragði frá Good Good

Aðferð:

  1. Setjið gróft spelt, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt í skál. Blandið saman.
  2. Bræðið kókosolíu og setjið í skál ásamt eggjum, súkkulaðismjöri og ab-mjólk. Blandið saman.
  3. Bætið eggjablöndunni ofan í þurrefnablönduna og hrærið saman.
  4. Bakið á vöfflujárni þar til bakað í gegn.
  5. Berið fram með rjóma, berjum, ávöxtum og sírópi.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Heilsusamlegar sykurlausar súkkulaði vöfflur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5