Linda Ben

Heimabakað brioche brauð

Recipe by
6 - 16 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Kornax og Nesbú

Einstaklega mjúkt, loft- og bragðmikið eru orð sem lýsa brioche brauði mjög vel. Brioche brauð eru lík venjulegum gerbrauðum en með viðbættum eggjum og smjöri, sem gerir áferðina ennþá mýkri og bragðið miklu meira.

Það er gott að byrja að hnoða deigið að kvöldi til og láta það hefa sig inn í ísskáp yfir nótt, þannig nær maður brauðinu mjög loftmiklu og mjúku.

Braðið er gott eitt og sér með smjöri ennþá volgt úr ofninum, en það er alls ekki síðra ristað og með allskonar áleggi.

Það er einnig hægt að nota þessa uppskrift til að gera brioche brauðbollur og heimabakað hamborgarabrauð, maður einfaldlega hnoðar deiginu upp í bollur að hæfillegri stærð og styttir bökunartímann. Gott er að miða við að baka brauðið þar til það er orðið gullið á lit.

Heimabakað brioche brauð

Heimabakað brioche brauð

Heimabakað brioche brauð

Heimabakað brioche brauð

Heimabakað brioche brauð

Heimabakað brioche brauð

Heimabakað brioche brauð

 • 12 g þurrger
 • 60 ml mjólk
 • 30 g sykur
 • 3 lífræn egg frá Nesbú, við stofuhita + 1 egg til viðbótar til að pensla á deigið
 • 300 g Kornax hveiti
 • 1 tsk salt
 • 100 g mjúkt smjör

Aðferð:

 • Hitið mjólkina svo hún sé u.þ.b. fingurvolg, bætið sykri og geri í mjólkina og hrærið saman.
 • Setjið hveiti og salt í skál, blandið saman.
 • Setjið 3 egg í skál og hrærið þeim saman.
 • Hellið gerblöndunni og eggjunum saman við hveitið og hnoðið saman rólega í u.þ.b. 5 mín.
 • Setjið mjúka smjörið ofan í deigið og hnoðið í u.þ.b. 15 mín, deigið á að vera klístrað.
 • Leyfið deiginu að hefast í ísskáp í 4-12 klst.
 • Setjið deigið á borð og skiptið því í 5 hluta. Smyrjið 10×25 cm stórt form (eða álíka stórt) og rúllið hverjum hlutanum upp og raðið í formið. Leyfið deiginu að hefa sig aftur í 1-2 klst við stofuhita.
 • Hrærið saman 1 egg og penslið því yfir deigið.
 • Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita. Bakið brauðið í 25-30 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5