Heimabakað hvítlauksbrauð
Heimabakað hvítlauksbrauð
- 300 g hveiti
- 1 ½ tsk ger
- 1 tsk sykur
- ¼ tsk salt
- 2 ½ dl volgt vatn
- 70 g smjör, mjúkt
- 3 hvítlauksgeirar
- u.þ.b. 1 dl fersk steinselja
- 230 g Rifinn mozzarella með hvítlauks kryddosti
- Gróft sjávarsalt
- Þurrkað chili krydd
Aðferð:
- Setjið hveiti, ger, sykur og salt saman í skál, bætið hveitinu út í og blandið saman. Hellið vatninu út í og hnoðið deigið svolítið. Deigið á að mynda fallega kúlu en ennþá vera svolítið klístrað.
- Leggið hreint viskastykki yfir og látið deigið hefast í u.þ.b. 2 klst við stofuhita.
- Kveikið á ofninum, stillið á 220°C og undir hita.
- Setjið mjúkt smjör í skál, rífið hvæitlaukinn út í skálina og skerið steinseljuna smátt niður og blandið öllu saman.
- Skiptið deiginu upp í tvær kúlur og fletjið þær út.
- Smyrjið deigin með hvítlaukssmjörinu og dreifið rifna ostinum yfir.
- Bakið brauðin (eitt í einu) í u.þ.b. 10 mín eða þar til osturinn er orðin gullinbrúnn.
- Deifið örlítið af sjávarsalti og chili yfir brauðin.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: