Linda Ben

Heimabökuð dekur pizza samkvæmt Peter Reinhart

Recipe by
25-49 klst
Prep: 24-48 klst | Cook: 1 klst | Servings: 4 manns

Þetta er algjört dekur pizzadeig! Bæði hvað varðar að búa það til og hvernig það kemur fram við bragðlaukana.

Peter Reinhart's Best Pizza Dough Ever heimabökuð pizza  Peter Reinhart's Best Pizza Dough Ever heimabökuð pizza

Peter Reinhart's Best Pizza Dough Ever heimabökuð pizza

Best er að búa það til tveimur dögum áður en pizzan er bökuð og láta það hefast inn í ísskáp. Það er líka hægt að láta það hefast í einn sólahring ef þið viljið.

Ég get ekki ímyndað mér annað en að þið verðið í skýjunum með þetta pizzudeig. Ef ég segi fyrir mig þá hef ég ekki búið til annað pizzudeig síðan ég uppgvötaði þessa uppskrift hjá 101cookbooks.com. Fyrir mitt leiti ef það algjörlega þess virði að skipuleggja sig örlítið og gera deigið með eins til tveggja daga fyrirvara.

Peter Reinhart's Best Pizza Dough Ever heimabökuð pizza

Peter Reinhart's Best Pizza Dough Ever heimabökuð pizza

Heimatilbúin dekur pizza:

  • 575 g brauð hveiti
  • 12,5 g salt
  • 3 g þurr ger
  • 60 ml ólífu olía
  • 410 ml ískalt vatn
  • Semolina hveiti

Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti, salti og geri í hrærivélaskál. Hellið olíunni og vatninu út á og hrærið  hægt og rólega með hrærivéla króknum þar til allt hefur samlagast. Hnoðið deigið í hrærivélinni í nokkrar mínútur þangað til deigið verður mjúkt og mjög klístrað. Þið gætuð þurft að bæta örlitlu hveiti eða vatni út í eftir þörfum.
  2. Setjið plastfilmu yfir skálina og setjið deigið inn í ísskáp. Látið hefast inn í ísskápnum í minnst yfir nótt en það er líka hægt að geyma það í þrjá daga ef vilji er fyrir hendi. (Það er hægt að skipta deiginu í 4 hluta, setja í zip-lock poka og frysta í allt að 3 mánuði, takið deigið úr frysti og setjið í ísskáp daginn áður en þið ætlið að gera pizzuna).
  3. Takið pizzadeigið út úr ísskápnum og látið það standa við stofuhita í tvo tíma áður en hafist er handa við að baka pizzuna.
  4. Setjið semolína hveiti á borðið og skiptið deiginu í 4 hluta. Fletjið hvern hluta út og flytjið varlega á smjörpappír, hver pizza á að vera um það bil 9″-12″.
  5. Þið sem eigið pizzastein setjið pizzasteininn inn í orninn 45 mín áður en þið bakið pizzuna  og stillið á 250ºC. Þið sem eigið ekki pizzastein getið sett pizzuna á venjulega ofnskúffu og sett hana inn í ofninn með pizzunni um leið og ofninn nær 250ºC.
  6. Setjið sósu, ost og álegg á pizzuna að eigin vali. Setjið mest af ostinum undir áleggið og svo lítið af osti ofan á áleggið. Það er gert svo áleggið svitni ekki undir ostinum, heldur verður það stökkt og djúsí ef aðeins örlítið af osti er sett yfir það.
  7. Bakið pizzurnar 1 í einu í ofninum ef þið notið pizzastein en hver pizza getur tekið um það bil 10 mín inn í ofni, mikilvægt er að fylgjast vel með þeim. Ef þið notið ofnplötur þá getiði sett fleiri inn í einu.
  8. Takið pizzuna út úr ofninum þegar botninn er orðinn stökkur og osturinn gullinn, leyfið pizzunni að kólna í um það bil 2 mín áður en hún er skorin.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni sem nefnd eru í þessari færslu fást í Kosti

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5