Linda Ben

Heimagerð pizzusósa frá grunni

Recipe by
1 klst

Á föstudögum elskum við fjölskyldan að fá okkur heimagerða pizzu eins og svo margar aðrar íslenskar fjölskyldur. Það er eins og þetta sé eitthvað sér íslensk.

_MG_5654

_MG_5638

_MG_5639

Það er auðveldara en margir halda að útbúa pizzasósu frá grunni. Þessi sósa er bragðmikil og æðislega góð!

Innihald:

  • 4 meðal stórir tómatar
  • 1 shallot laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 dós tómatpúrra
  • búnt ferskt oregano
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Tómatarnir eru settir í blandara og maukaðir.
  2. Á pönnu eru laukarnir steiktir upp út ólífu olíu. Þegar laukarnir eru byrjaðir að verða svolítið gegnsæjir er tómötunum og tómatpúrrunni bætt út á pönnuna.
  3. Sósan er svo krydduð með fersku oregano, salt og pipar eftir smekk.
  4. Sósan er látin sjóða í 15 mín og þá er hún tilbúin.

_MG_5679

Á pizzubotnana setti ég svo sósuna fyrst, svo rifinn pizzaost og áleggin ofan á hann. Í þetta skiptið setti ég:

  • Pepperóní
  • Skinku, skorna í teninga
  • Portobello sveppi, skorna í teninga
  • Grænar ólífur
  • Ferskan ananas
  • Rjómaost
  • þurrkaðar chilli flögur

Ég mæli með því að þið leyfið hugmyndafluginu að ráða þegar kemur að áleggi á pizzu og setjið það sem ykkur finnst gott.

_MG_5727

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5