Linda Ben

Heimagerðar New York beyglur

Recipe by
1 klst og 45 mín
| Servings: 8 Beyglur

Það er svo skemmtilegt að útbúa sínar eigin beyglur frá grunni.

Þessi beyglu uppskrift er ekki einungis sú besta sem ég hef prófað, heldur er hún líka einföld. Beyglurnar eru æðislegar nýbakaðar en þær eru sko alls ekki verri ristaðar þannig ég mæli með að þið skellið afganginum sem er ekki borðaður strax (ef það er einhver afgangur) í frystinn, munið bara eftir að skera þær í helminga fyrst.

Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé ein af þessum uppskriftum sem þið viljið gera aftur og aftur.

Heimagerðar New York Beyglur

Innihald:

  • 2 tsk þurrger
  • 1,5 msk sykur
  • 450 ml volgt vatn
  • 500 g hveiti
  • 1,5 tsk salt
  • Valmöguleiki: Sesamfræ

Heimagerðar New York Beyglur

Heimagerðar New York Beyglur

Aðferð:

  1. Blandið þurrgeri og sykri saman í 120 ml af volgu vatni. Látið standa í 5 mín.
  2. Blandið saman hveiti og salti í skál. Hellið gerblöndunni út í hveitið og blandið saman. Í skömmtum hellið vatninu út í, og blandið saman. Deigið á að vera þétt og stíft svo ekki setja meira vatn en þarf til þess að fá deigið þannig.
  3. Hnoðið deigið vel þangað til það verður mjúkt og slétt, allt að 10 mín.
  4. Smyrjið skál með olíu, setjið deigið ofan í og látið hefast á volgum stað í klukkutíma.
  5. Stingið deigið með gaffli svo loftið fari úr því og látið hefast í 10 mín í viðbót
  6. Skiptið deiginu í 8 hluta, rúllið hvern hluta þangað til hann verður fullkomlega slétt kúla.
  7. Stingið gat á miðja kúluna með sleifarskafti. Teygið gatið varlega í sundur svo gatið sé um það bil 2 cm í þvermál.
  8. Stillið ofninn á 220°C
  9. Sjóðið vatn í miðlungs stórum potti, vatnið þarf að vera það djúpt að beyglurnar sökkvi fullkomlega.
  10. Ef þið viljið setja sesamfræ á beyglurnar þá setjiði 1 dl af fræjum í skál.
  11. Setjið eina til tvær beyglur í einu ofan í pottinn og sjóðið í 1 – 2 mín eftir því hversu stífar þið viljið að beyglurnar séu.
  12. Takið beyglurnar varlega upp úr pottinum og setjið ofan í skálina með sesamfræjunum. Setjið beygluna á bökunarplötu með smjörpappír og látið sesamfræin snúa upp. Ef þið viljið ekki hafa fræ á beyglunni þá setjið þið beyglurnar beint á bökunarplötu með smjörpappír.
  13. Bakið beyglurnar í 20 mín eða þangað til þær eru gullin brúnar.

Heimagerðar New York Beyglur

Heimagerðar New York Beyglur

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5