Linda Ben

Heimagerður hummus – án tahini

Recipe by
5 mín
| Servings: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Heimagerður hummus.

Hér er að finna afskaplega fljótlegan og einfaldan hummus sem er alveg dásamlegur á bragðið. Hann er silkimjúkur með svolítið afgerandi sítrónubragði, sem ég fýla. Léttur og ferskur.

Undanfarna mánuði hef ég verið gjörn á að fá mér hummus og Finn Crisp snakk í millimál á daginn, það er svo gott, hollt og seðjandi.

Heimagerður hummus án tahini

Heimagerður hummus án tahini

Heimagerður hummus án tahini

Heimagerður hummus

  • 1 dós kjúklingabaunir (400 g)
  • ½ dl vatn
  • 2-3 msk ólífu olía
  • Safi úr ½ sítrónu
  • ¾ tsk cumin
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 lítill hvítlauksgeiri

Aðferð

  1. Hellið vatninu af kjúklingabaununum og setjið í matvinnsluvél ásamt vatni, ólífu olíu, sítrónusafa, cumin, hvítlauksgeira, salti og pipar.
  2. Blandið saman þar til hummusinn er orðinn silki mjúkur.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Heimagerður hummus án tahini

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5