Linda Ben

Heimagert Tapenade – ólífumauk

Recipe by
5 mín

Alveg dásamlega gott heimagert ólífumauk eða tapenade eins og margir þekkja það.

Tapenade er gott með Finn Crisp snakki ofan á baguette með ljúfu rauðvínsglasi, en það er einnig hægt að bera það fram til dæmis með pasta eða góðri steik.

Það er svo einfalt að útbúa þetta, maður smellir bara öllum innihaldsefnum saman ofan í blandara og maukar svolítið, þá er það tilbúið.

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Heimagert Tapenade – ólífumauk

  • 400 g svartar ólífur
  • 400 g grænar ólífur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 150 g sólþurkaðir tómatar
  • 15 fersk basilíka
  • 15 g fersk steinselja
  • 3 msk ólífu olía
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • Salt

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til gróft maukað.
  2. Berið fram til dæmis með Finn Crisp snakki.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Heimagert Tapenade - ólífumauk

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5