Linda Ben

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Þessi kaka er unnin af einni vinsælustu uppskrift síðunnar, Ostakakan hennar mömmu. Sú kaka hefur fengið fleiri lof en ég mun nokkurtíman geta talið. Það eru sko alls engar ýkjur að ég held að flest allir elski þessa köku. Hún er fyrir löngu orðin að skyldubakstri fyrir allar veislur og er þessi kaka yfirleitt sú fyrsta til að klárast.

Það er líka svo þægilegt að geta smellt í hana nokkrum dögum fyrir veislu (eða með meiri fyrirvara ef það hentar betur) og geyma svo í frysti þar til um morguninn þegar hún á að vera borin fram.

Hér kemur þessi fræga kaka sem allir elska í unaðslegum haust klæðum. Bláberjatoppurinn er að sjálfsögðu heimatilbúinn, best er ef berin hafa verið týnd út í móa, en ef þið hafið ekki haft tækifæri til þess, þá notiði frosin úr búð eins og ég gerði.

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

_MG_9677

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

 Ostakakan hennar mömmu

 • 250 g kanilkex
 • 100 g smjör
 • 400 g ostur
 • 200 g flórsykur
 • ½ líter rjómi, þeyttur
 • 2 tsk vanillusykur

Bláberja toppur

 • 5 dl bláber
 • 1 dl sykur
 • 1 msk smjör
 • 2 tsk kornsterkja (Maizena mjöl)
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Myljið kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.
 2. Bræðið smjörið og blandið því saman við kex mjölið.
 3. Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, smyrjið hliðar formsins með smjöri leggið renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, upp að hliðunum formsins. Setjið smelluformið á kökudisk (passa þarf að diskurinn komist í frysti) með engum botni.
 4. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu, beint á diskinn sem sagt. Setjið inn í frystinn.
 5. Rjómaostur er hrærður. Flórsykrinum og vanillusykrinum er blandað saman við.
 6. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
 7. Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn
 8. Takið kökuna úr fyrstinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram. Setjið bláber, sykur, smjör, kornsterkju og vanilludropa í pott og hrærið varlega saman yfir vægum hita, látið malla í pottinum í u.þ.b. 5 mín eða þar til blandan hefur þykknað vel. Leyfið blöndunni að kólna svolítið áður en hún er sett á kökuna.

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5