Linda Ben

Hindberja heslihnetusúkkulaðibaka

Recipe by
4 klst eða yfir nótt
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Hér höfum við alveg unaðslega góða hindberja heslihnetusúkkulaðiböku sem ég held að þú eigir eftir að elska.

Heslihnetubotninn er svakalega góður með ríkjandi heslihnetubragði sem jafnast út með sætum hinberjunum og ljúffenga silkimjúka súkkulaðinu.

Þessi baka er alveg svakalega bragðgóð og svolítið fáguð.

Ég skreytti hana með þurrkuðum ætum fjólum sem mér finnst passa svo fallega með hinberjunum.

Þessa hindberja heslihnetusúkkulaðiböku er upplagt að smella í daginn áður og geyma yfir nótt.

Hindberja súkkulaðibaka

Hindberja súkkulaðibaka

Hindberja súkkulaðibaka

Hindberja súkkulaðibaka

Hindberja súkkulaðibaka

Heslihnetubotn

  • 200 g heslihnetur (eða notið heslihnetumjöl)
  • 100 g kókoshveiti
  • 40 g kakó frá Nóa Síríus
  • Klípa af salti
  • 100 g kókosolía, brætt
  • 75 g hlynsíróp

Hindberja súkkulaðifylling

  • 150 g hindberjasulta (ég nota sykurlausa)
  • 300 g Síríus suðusúkkulaði 70% dökkt frá Nóa Síríus
  • 500 ml rjómi
  • 150 g fersk hindber
  • Skraut: þurrkuð æt blóm

Aðferð:

  1. Myljið heslihneturnar í matvinnsluvél eða blandara þar til þær eru orðnar að mjöli. Blandið saman við það kókoshveiti, kakó, salti, bræddri kókosolíu og hlynsírópi.
  2. Setjið smjörpappír í form sem er u.þ.b. 20×25 cm eða álíka stórt. Til að láta smjörpappírinn leggjast alveg að forminu, bleytið þá smjörpappírinn vel, kreistið svo mesta vatnið af og hristið pappírinn svo mesta vatnið leki af, leggið svo smjörpappírinn í formið alveg að hliðum formsins.
  3. Pressið deigið þétt upp að hliðum formsins svo það sé allsstaðar svipað þykkt og þétt.
  4. Setjið hindberjasultu í botninn og fersk hindber yfir sultuna.
  5. Hellið rjómanum í pott og hitið hann nánast að suðu (en látið rjómann ekki sjóða).
  6. Brjótið súkkulaðið í skál og hellið heita rjómanum yfir súkkulaðið, hrærið varlega saman þar til súkkulaðisósa hefur myndast. Hellið þá varlega í formið yfir hindberin. Leyfið kökunni að standa inn í kæli í 3-4 klst (eða yfir nótt) áður en hún er skorin.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Hindberja súkkulaðibaka

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5